Súkkulaðidropakökur

3 egg
2 bollar sykur
2 bollar púðursykur
300 g smjörlíki
6 1/2 bolli hveiti
2 bollar kókosmjöl
2 tsk natron
1 tsk salt (má sleppa)
Súkkulaðidropar til skreytingar eftir bakstur.
Deigið er hnoðað og búnar til litlar kúlur. Bakað við 200°c. Þegar platan er tekin út úr ofninum ber að hafa hraðar hendur við að raða einum súkkulaðidropa ofan á hverja köku svo að þeir festist við kökurnar. Bráðnar smá fyrst svo ekki er hægt að raða þeim fyrr en súkkulaðið storknar aftur.

Kókossúkkulaðikökur frú Jónu

2 egg
2 dl sykur > Þeytt vel saman
3 dl kókosmjöl
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
50 gr brytjað súkkulaði
Blandað saman við eggjahræruna og sett með teskeið á plötu og bakað við 160°c
Þessu uppskrift er á u.þ.b. 2 plötur

Lion Bar kökur

100 gr Lion bar
100 gr saxað suðusúkkulaði
150 gr púðursykur
80 gr smjörlíki
1 egg
160 gr hveiti
1/4 tsk natron
½ tsk salt
1 tsk vanilludropar Allt hrært vel saman, lion bar sett saman við síðast smátt saxað. Sett á bökunarpappír með teskeið uþb ½-1tsk í hverja köku. Hafið bil á milli því þær renna dálítið út. Bakaðar í ca 8 mín við 180 gráður. EF þær eru of lengi í ofninum verða þær grjótharðar.

Marsipankökur

500 gr marsipan
300 gr flórsykur
1-2 eggjahvítur
2msk hveiti.
Hveitinu er sáldrað á borðið, marsipanið rifið þar ofan á og vætt í með eggjahvítunum. Hnoðað vel í nokkuð fast deig. Flatt frekar þykkt út og stungnar út kökur með piparkökumótum. Bakaðar ljósbrúnar við vægan hita. Bræddu súkkulaði smurt ofan á

Kornflakessmákökur

4 eggjahvítur
2 bollar púðursykur > stífþeytt.
4 bollar kornflex
2 bollar af kókosmjöli blandað saman við
100 gr af smáttsöxuðu suðusúkkulaði
1 tsk af vanilludropum
Sett með teskeið á bökunarpappirsklædda plötu í smá toppa. Bakað við 150 gráðu hita í ca 15 mín.

Steikt naut í Teriyaki

  • 250 gr nautakjötsstrimlar
  • 1 tsk karrí
  • 1 msk La Choy Teriyaki sósa
  • 1 poki ungverskt stir-fry grænmeti frá Náttúru
  • 1 dl Tilda Thai Jasmine hrísgrjón
  • salt og pipar

  1. Sjóðið hrísgrjónin í 15 mín í léttsöltuðu vatni.
  2. Kryddið kjötið með teriyaki sósu og karrí.
  3. Léttsteikið nautakjötsstrimlana í lítilli olíu í ca. 2 mín.
  4. Kryddið með salti og pipar.
  5. Setjið grænmetið útí og steikið í 1 mínútu.
Berið strax fram með hrísgrjónum og teriyaki sósu.

Makkarónuhakkpottréttur

Þessi einfaldi réttur hefur slegið í gegn á mínu heimili......sérstaklega hjá börnunum Smile

Innihaldið er eftirfarandi:

  • ca ½ kg hakk
  • makkarónur
  • pepperoni
  • Hunt's Spaghetti sósa (þetta er stór dós)
  • Mozarella rifinn ostur (eða Gratín, bara hver hentar þér)

Svona geri ég þetta, en þú getur að sjálfsögðu minnkað/aukið magnið af makkarónunum og pepperoni-inu.

  1. Brúnaðu hakkið á pönnu.
  2. Bættu við spaghettisósunni, fylltu svo dósina af vatni (skola restina innan úr) og bættu vatninu líka út á pönnuna.  Út í þetta set ég svo 500 gr af makkarónum.  Bíddu þar til fer að sjóða, lækkaðu þá vel undir og láttu malla þar til makkarónurnar eru orðnar mjúkar.  Hrærðu reglulega í.
  3. Skerðu niður pepperoni (mér finnst best að nota Ali pepperoni lengjurnar, pepperoniputta eins og við köllum það), magnið fer bara eftir smekk hvers og eins, ég nota hiklaust 4 svona pepperoni putta Grin settu það úti og leyfðu að malla aðeins.
  4. Settu ostinn útí í restina og hrærðu saman þar til hann bráðnar.....ég nota hiklaust heilan poka.......það er BARA gott Grin
  5. Berðu þetta fram með td. fersku salati og hvítlauksbrauði, og ef það verður afgangur þá er hann hrikalega góður ofan á ristað brauð daginn eftir Grin

Fiskisúpa Daða fyrir sex manns

Daði Garðarsson sendi mér þessa uppskrift, takk kærlega Smile

1 ltr. vatn

1 dl hvítvín
lítill blaðlaukur – græni hlutinn
1-3 gulrætur
2 msk tómatmauk. Ein lítil dós.
1 sellerístilkur
hvítlauksgeiri
2 tsk Madras karrýduft
2 stk fiskiteningar
4 stk súputeningar (Maggi)
2 dl rjómi
1 dós kókósmjólk salt – pipar
smjörbolla eða sósujafnari
humar- rækjur-hörpuskel-lax-ýsa-lúða, fer eftir smekk
1 rauð paprika í teningum

 ½ búnt steinselja

 

Grófsaxið grænmetið, steikt í smjöri + karrý og tómatmauk. Sett í pott með vatni, hvítvíni(ekkert mysu kjaftæði), teningum og hvítlauk.  Soðið í 15 mín. Bæta í kókosmjólk, salti pipar og rjóma.  Fiskurinn, paprikan og steinseljan sett í og soðið í 2-3 mín.
Borið fram með snittubrauði með hvítlauk, smjöri og pestó.

 

Smakka á meðan eldun stendur yfir, hvort þurfi að bæta við teningum, salti og pipar. Einnig er mjög gott að drekka restina úr hvítvínsflöskunni meðan á matseldinni stendur.

 

 

Vínið sem ég mæli með að sé dreypt á með súpunni, er freyðivín frá Spáni sem heitir Castillo Perelada Seco (Ljóssítrónugult. Létt fylling, hálfsætt og ferskt með frískan sítrus, ljósan ávöxt og reykjar- og olíutóna).

 

Verði ykkur að góðu

 

 

 


Daim kúlu kökur

Þessi uppskrift var send af Guðsteinu,takk kærlega Smile

 180gr smjör ( mjúkt)
1 bolli púðursykur
3/4 bolli sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
2 bollar hveiti
1 tsk natron
1/2 tsk salt
150 gr suðursúkkulaði
200 gr daimkúlur

Smjör og allur sykur hrært, egg útí og hrært. Rest sett útí og hrært í smá stund
sett með tsk á plötu og bakað í ca 5 mín við 180 gráður

Þessi er svakalega góð enda bara nammmmmmmmmmmmmmi


Fiskur í veislubúningi

1 kg Ýsa eða skötuselur.
1 laukur.
1 rauð paprika söxuð.
1 græn paprika söxuð.
1/2 dós ananaskurl.
1 dós rækjuost.
11/2 dl rjóma.
1 tsk salt.
1/2 tsk sítrónupipar.
1 tsk karrý.
1 súputeningur.

Fiskurinn skorin í sneiðar eða bita og léttsteiktur í olíu eða smjörlíki. Raðið sneiðunum í eldfast mót.

SÓSA:

Bræðið 1 msk smjörlíki á pönnu,bætið grænmetinu á og léttsteikið þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið síðan út á pönnuna.
ananaskurli 1 dós rækjuost og rjóma.
Látið ostinn bráðna við vægan hita og hrærið þessu vel saman. kryddið þetta síðan.
Hellið sósunni yfir fiskinn. Hitið ofninn í 200°C,og bakið réttinn í ca 30 mín.
Gott er að bera fram með þessu hrísgrjón og hvítlauksbrauð


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband