Maltesersmarengsklattar

100 g púðursykur
100 g strásykur
100 g Maltesers
3 stk eggjahvítur
Aðferð
Þeytið hvítur og strásykur þar til stíft. Bætið púðursykri út í og stífþeytið. Blandið Maltesers varlega saman við og setjið síðan með teskeið á plötu, klædda með bökunarpappír, í litla klatta. Bakið við 125°C í u.þ.b. 20-35 mín. eða þar til hægt er að lyfta klöttunum af pappírnum án þess að þeir detti í sundur.
Hollráð
Gott er að dýfa teskeiðinni í vatn, þannig festist deigið ekki við skeiðina. Gott er að dýfa klöttunum hálfum í brætt súkkulaði eftir að þeir hafa kólna

m&m´s smákökur

450 g hveiti
250 g sykur
200 g m&m´s að eigin vali
200 g smjörlíki
1 dl nýmjólk
1 msk lyftiduft
3 stk egg
Aðferð
Saxið m&m´s gróft. Hrærið saman sykur og smjör þar til það er létt og ljóst. Setjið eggin saman við eitt í einu, hrærið vel á milli. Bætið mjólkinni út í, síðan lyftidufti og hveiti. Blandið m&m´s varlega saman við. Mótið kúlur eða setjið deigið með teskeið á bökunarplötu, klædda bökunarpappír. Skreytið með m&m´s.
Bakstur Bakið kökurnar í 10-15 mín. (eftir stærð) við 180°C.

Súkkulaði- og hnetusmákökur

2 1/4 bollar hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 bolli mjúkt smjörlíki
3/4 bolli hvítur sykur
3/4 bolli púðursykur
1 tsk vanillu dropar
2 egg
1 bolli saxaðar hnetur
2 bollar súkkulaðibitar (hvernig sem er...)
Forhitið ofninn í 175 gráður, blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í litla skál. Blandið svo í aðra stóra skál smjörlíkinu, sykrinum, púðursykrinum, og vanilludropunum. Því næst koma eggin, eitt í einu, og hrærið vel saman. Þá er að bæta úr hveitiblöndunni úr litlu skálinni yfir í stóru skálina, og síðast koma súkkulaðibitarnir og hneturnar.

Gerið kökurnar hringlaga með hjálp teskeiðar og raðið á bökunarplötuna. Bakið þar til kökurnar verða fallega brúnar og bíðið svo í ca 10 mín eftir að þær verða kaldar....þá er bara að smakka á þeim :)

Súkkubitakökur

150 g Suðusúkkulaði
25 g smjör
200 g sykur
1 egg
1/2 tsk vanilludropar
150 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
50 g valhnetur eða peakan hnetur
Bræðið 100 g súkkulaði og 25 g smjör yfir vatnsbaði.Látið sykur ,egg og vanillu í skál og blandið bræddu súkkulaðinu saman við.Hrærið hveiti og lyftidufti saman við.Blandið brytjuðu súkkulaði 50 g saman við ásamt hnetum.Mótaðar kúlur og bakað ofarlega í 200 gráða heitum ofni í 10 -15 mín.Njótið vel!

Hálfmánar

250 gr hveiti
100 gr smjör
100 gr sykur
1 egg
1/4 tsk kanill
1/4 tsk kardimommudropar
tæpl. 3/4 tsk lyftiduft
1 msk mjólk
1/4 hjartasalt
Deigið flatt út, skorið út með glasi, sett smá sulta inn í hverja köku og lokað með gaffli
Bakað v/180°c í 8-10 mín

Loftkökur

750 gr flórsykur
7 tsk kakó
2 egg
2 tsk hjartasalt

Bakað í 5-6 mín v/200°c

Amerískar súkkulaðibitakökur II

1,25 bolli hveiti
1 tesk. matarsódi
1/2 tesk. salt
1/2 tesk. kanill
1 bolli smjör
3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
2 egg
1 tesk. vanilludropar
3 bollar haframjöl
340 g. brytjað súkkulaði, best að nota gott ekta súkkulaði
Smjör, sykur, púðursykur, egg og vanilludropar er þeytt saman og þurrefnunum (nema haframjöli) bætt smám saman úti. Að lokum er haframjöli og súkkulaði blandað útí degið. Sett með teskeið á bökunarplötu (með pappír) þarf að hafa gott bil á milli því þær renna út. Bakað við 200 gráður í 8 mín ef þær eiga að vera mjúkar en í 10 mín ef þær eiga að vera stökkar

Amerískar súkkulaðibitakökur I

2,5 bollar hveiti
1 tesk. matarsódi
1. tesk salt
1 bolli smjör/smjölíki
3/4 bollar sykur
3/4 bollar púðursykur
1 tesk vanilludropar
2 egg
2 bollar súkkulaðibitar, best að nota eitthvað ekta súkkulaði...
1 bolli heslihnetur eða aðrar hnetur (má sleppa)
Smjör/smjöríki, púðursykri, sykri og vanilludropum hrært saman, síðan er eggjunum bætt útí einu í einu. Þurrefnunum bætt rólega saman við.
Að lokum er súkkulaið og hnetum (ef vill) bætt útí.
Sett með teskeið á plötu og bakað við 180 í um 10 mín.

Negulkökur

250 gr. hveiti
250 gr. púðursykur
125 gr. íslenskt smjör (lint)
1 stk egg
1,5 tesk. lyftiduft
0,5 tesk. matarsódi
1 tesk. engifer
0,5 tesk. kanill
0,5 tesk. negull
Öllu skellt saman í skál og hnoðað rólega saman. Kælt í smá stund. Gerðar litlar kúlur og settar á bökunarplötu og síðan þrýst á með fingri eða gaffli. Bakað við 180 gráður í 8-10 mín

Lakkrístoppar

3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
2 pokar súkkalaðihúðað lakkrískurl
Stífþeyta eggjahvítur og bæta sykri úti og þeyta áfram þar til sykur er alveg horfin.
Bæta þá söxuðu súkkulaði + lakkrískurli útí (hræra með sleif). Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband