Ýsa m/skinku og osti

  • Ýsa
  • Skinka
  • Ostur
  • Rjómi

Ýsubitunum velt uppúr hveiti og steiktir á pönnu.  Skinka og ostur sett ofan á hvern bita, rjóma hellt á pönnuna og látið malla í smá stund.

Gott með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.


Eggjakartöflusalat

  • 3-5 soðnar kartöflur
  • 3-4 harðsoðin egg
  • 1 msk dijon sinnep
  • 1 dl majónes
  • safi úr hálfri sítrónu
  • 3 msk saxaður graslaukur
  • 2 msk fínt söxuð steinselja
  • salt og pipar úr kvörn
Hrærið saman sinnepi, majónesi, steinselju og sítrónusafa.  Bætið saxaða graslauknum út í.  Skerið kartöflur í litla teninga og eins með harðsoðnu eggin.  Hrærið saman við majónessósuna.

Hvernig missa má kaloríur í kynlífi

Mamma vil taka fram, að þeir sem blygðast auðveldlega, ættu ekki að lesa þennan kúr.

Það hefur verið vitað frá örófi alda að kynlíf er hin fínasta heilsubót. Fólk er að brenna umtalsverðum kaloríum og eru flestir sammála um að þetta sé einn skemmtilegasti æfingarmátinn samanborið við stigvél, tröppu eða hlaup. Það er komin út splunkuný könnun þar sem þetta æfingarform var kannað niður í kjölinn og reiknað út nákvæmlega hversu mörgum kaloríum við værum eiginlega að brenna miðað við hinar ýmsu athafnir. Hér eru niðurstöðurnar:
 
Að klæða hana úr fötunum:
Með hennar samþykki................ 12 kaloríur
Án hennar samþykkis................ 187 kaloríur
 
Að opna brjóstahaldarann:
Með báðum höndum.................. 8 kaloríur
Með annarri hendi..................... 12 kaloríur
Með tönnunum........................ 85 kaloríur
 
Að setja á sig getnaðarvörn:
Með stinningu........................ 6 kaloríur
Án stinningar........................ 315 kaloríur
 
Undirbúningurinn!
Reynt að finna snípinn.............. 8 kaloríur
Reynt að finna G blettinn.......... 127 kaloríur
 
Stellingar:
Trúboðastellingin.....................12 kaloríur
69 liggjandi........................... 78 kaloríur
69 standandi......................... 112 kaloríur
Hundastellingin...................... 216 kaloríur
Hjólbörurnar......................... 326 kaloríur
Ítalska ljósakrónan................ 923 kaloríur
 
Fullnægingin:
Alvöru................................. 112 kaloríur
Að fake-a það........................ 345 kaloríur
 
Eftir fullnæginguna:
Liggja í rúminu og faðmast........ 18 kaloríur
Standa strax upp......................36 kaloríur
Útskýra af hverju þú stóðst strax upp..823 kaloríur
 
Að fá stinningu númer 2 / Ef þú ert:
20 - 29 ára........................... 36 kaloríur
30 - 39 ára........................... 80 kaloríur
40 - 49 ára........................... 124 kaloríur
50 - 59 ára........................... 972 kaloríur
60 - 69 ára........................... 2915 kaloríur
70 ára og eldri................... Enn verið að reikna kaloríurnar
 
Að klæða sig í á eftir:
Rólega................................ 32 kaloríur
Í flýti................................ 98 kaloríur
Með pabba hennar á hurðinni..... 1218 kaloríur
Með konuna þína á hurðinni.......3521 kaloríur

 

Ef þið eruð í með það í huga að brenna nokkrum kaloríum getiði reynt eitthvað af þessu LoL


Auðveldi kúrinn

Sýnir vigtin alltaf sömu leiðindatöluna dag eftir dag ?  Ef þú ert búin/n að reyna allt og ekkert gengur, hvernig væri þá að fjarlægja eitthvað sem má alveg missa sín. 
Þannig getur þú lést um allt að 20 grömm við að klippa neglurnar, allt að 4 kíló með því að ganga ber (hér er miðað við veglegann vetrarklæðnað versus allsnekt).
Svo er væntanlega einhver munur á þyngd gleraugna og augnlinsa og svo má líka missa allt að 200 grömm við að láta klippa hárið.

Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi og það besta er að það þarf ekki að breyta mataræðinu á neinn hátt LoL


Bjórkúrinn

Því hefur verið fleygt að bjórneysla sé grennandi og hafa eftirfarandi röksemdir verið nefndar því til stuðnings:

  • Bjór inniheldur nánast eingöngu vatn.
  • Bjór inniheldur nokkuð magn áfengis, en það er bæði hreinsandi og þvagræsandi.  Það leiðir til tíðra klósettferða, en slíkar ferðir geta jafnast á við bestu heilsurækt, sé rétt að málum staðið (hnébeygjur og hröð hlaup sé þörfin virkilega sterk.
  • Bjórneysla fer títt fram á börum eða álíka stöðum þar sem ýmis hreyfing er stunduð.  Sem dæmi um það má nefna dans, að standa upp og sækja meiri bjór og eltingarleikur við álitlega einstaklinga.
  • Bjórneysla stuðlar að dýpri og lengri svefn og eins og alþjóð veit er ekki hægt að sofa og borða á sama tíma.  Það getur þó hent fólk, neyti það of mikils bjórs, að það viti ekki hvar það er niðurkomið eða hvernig það komst á téðan stað þegar vaknað er.  En slíkar uppákomur leiða gjarnan til öflugrar líkamsræktar, sé ástandið á þann veg að það þurfi að forða sér í snarhasti á hlaupum.
LoL


Tveggja ára kúrinn

Tveggja ára kúrinn fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, en kúrinn sá er byggður á áratugalöngum rannsóknum á neysluvenjum tveggja ára barna.
Sértu efins, farðu þá í heimsókn á leikskóla og skoðaðu tveggja ára börnin, en varla er fituörðu að sjá á þessum lágvöxnu búkum.

Morgunmatur:

Tveir vænir bitar af Crayola vaxlit (litur að eigin vali).
Ein dós skyr.is, kastaðu helmingnum á nýju mottuna í borðstofunni.

Hádegismatur:

Eitt harðsoðið egg, bíttu þrjá bita af því og athugaðu svo hvort þú hittir í höfuðið á einhverjum fullorðnum með afgangnum.  Eitt súkkulaðikex, sleiktu kremið af, kremdu afganginn á milli fingranna og smyrðu svo herlegheitunum á hvítann sófa.

Kvöldmatur:

Hakk og spaghettí, borðist með fingrunum. LoL


Danski kúrinn (sá eini sanni)

Smørrebrød, bjór, vínarbrauð, fleskestæg og lifrarkæfa...þarf að segja eitthvað meira ?
Hefbundið danskt mataræði hlýtur að vera afar grennandi, því Danir eru með endemum "slank" og leitun að bústnum Bauna.
Úðaðu í þig kræsingum að dönskum sið og skolaðu öllu saman niður með vænum slurk af Álaborgarákavíti ! LoL

Jólahlaðborðskúrinn

Borðaðu allt sem þú getur í þig látið: svínasteik með sósu og brúnuðum kartöflum, hangikjöt í hrönnum, lagtertu, rjómakökur og ís, en bara einu sinni á ári. 
Veldu þér veglegasta jólahlaðborðið í bænum, láttu allt eftir þér og stattu ekki upp frá borðum fyrr en þú stendur gjörsamlega á blístri, ekki er verra ef þarf að bera þig út.
Hina 364 daga ársins, lifirðu við sult og seyru og hlakkar til næstu jóla LoL

Rúsínuhafrasmákökur

2 bollar hveiti
2 bollar sykur
2 bollar rúsínur
2 bollar haframjöl
250 gr smjörlíki
1 tsk matarsódi
1 egg

Öllu blandað saman og hnoðað.  Má setja í gegnum hakkavél, en ekki nauðsynlegt.
Búnar til litlar kúlur og flattar aðeins út.
Bakið við 200°C þar til þær verða fallega brúnar.


Eplakaka með ís

1½ meðalstórt epli
4-6 vínber
½ dl rúsínur
½ msk kanelsykur
½ dl hveiti
½ dl haframjöl
1 msk sykur
15 gr smjör

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C
  2. Smyrjið eldfast mót.
  3. Skolið eplin og vínberin.  Kjarnhreinsið og afhýðið eplin.
  4. Skerið eplin í litla bita og vínberin í fernt, setjið í smurt mótið ásamt rúsínunum og stráið kanelsykrinum yfir.
  5. Mælið hveiti, haframjöl og sykur í skál og myljið kalt smjörið saman við.
  6. Sáldrið deiginu úr skálinnu yfir eplin í mótinu.
  7. Bakið kökuna í miðjum ofni í 20-30 mínútur.
  8. Berið kökuna fram volga með ís.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband