Bjórkartöflur með beikon og lauk

1 kg kartöflur
250 ml ljós bjór
50 g beikonbitar, skornir í bita (má sleppa)
1 laukur
rósmarín, ferskt
jómfrúrólífuolía
salt og pipar


Sjóðið kartöflur í tíu mínútur, skolið vatn frá og kælið. Saxið lauk og mýkið á pönnu í ólífuolíu ásmt söxuðum rósmarínlaufum og beikonbitu. Sneiðið niður kartöflur og leggið, leggið ofan á beikon- laukblöndu á pönnu, smakkið til með salti og pipar og látið taka í sig bragð skamma stund. Hellið því næst bjórnum saman við og látið malla undir loki í ca. 15 mín. Færið kartöflur í eldfast smjörsmurt mót og bakið í ofni í nokkrar mínútur. Berið fram undir eins.

Kartöflusalat með eplum.

Cirka sama magn af rauðum eplum og kartöflum
Majones
Sýrður rjómi
Evt. súrumjólk, til að þynna með
Saxaður laukur, eftir smekk
Sweet relish
Dill

Ef miðað er við 1 dós af sýrðum rjóma og eina dós af majones þarf 1/2 krukku sweet relish, 1 meðalstóran lauk, 3 epli og svipaða þyngd af kartöflum.
Dill eftir smekk, en það þarf þó nokkuð mikið.

Kartöflurnar soðnar og kældar. Rjóminn, majonesið og sweet relishið hrært saman. Lauknum hrært saman við. Eplin skræld og kjarninn hreinsaður úr, skorin í hæfilega bita og sett út í. Kartöflurnar flysjaðar og brytjaðar út í. Gott er að gera þetta daginn áður en bera á salatið fram. Salatið verður bragðbetra og jafnara við geymsluna.

Kartöflur milli himins og jarðar

450 g kartöflur afhýddar og skornar í bita
salt
svartur pipar
450 g epli afhýdd og skorin í bita
1 tsk. sykur
4 laukur þunnt skornir
100 g beikon saxað
90 ml mjólk
25.g smjör
múskat ferskt, rifið

1. Sjóðið kartöflurnar.

2. Setjið á meðan eplin í annan pott með sykrinum og yfirflotin vatni. Látið sjóða í 15-20 mínútur, eða þar til þau eru orðin mjúk.

3. Hitið stóra steikingarpönnu, bætið á hana beikoninu og steikið á háum hita.

4. Bætið við lauknum og látið brúnast.

5.Þerrið eplin, látið þau kólna aðeins og setjið þau því næst í matvinnsluvél til að gera sósuna.

6. Þerrið kartöflurnar vel, setjið þau aftur í pottinn og stappið þær saman við mjólk, smjör, svartan pipar og múskat.

7. Blandið eplasósunni saman við kartöflurnar.

8.Berið fram heitt á diski, setjið laukblönduna ofan á kartöflurnar.

Kartöflugúllas með pylsum

750 gr. kartöflur
75 gr. beikon
1 msk. olía
2 laukar
2 msk. tómatkraftur
salt
1 msk. paprikuduft
1 tesk. marojam
5 dl. vatn
kjöt- eða grænmetiskraftur
2,5 dl eplasafi
2 msk. rjómi
2-3 sýrðar gúrkur
4-6 pylsur

Skrælið, þvoið og brytjið kartöflurnar. Skerið beikonið í bita, afhýiðið og saxið laukinn. Steikið beikon og lauk í olíunni án þess að það brúnist, bætið kartöflunum, tómatkrafti, salti og marojam út í ásamt vatni, krafti og eplasafa. Sjóðið við vægan hita í 30 mín. síðan áfram í 15 mín, án loks.
Setjið rjóma, sneiddar pylsur og saxaðar sýrðar gúrkur út í og látið hitna.Kryddið aftur með salti og papriku ef þarf.

Kartöflusalat með beikoni

1,5 kíló kartöflur
Cirka 200 grömm beikonbitar
2 laukar
1 púrrlaukur
1 rauð paprika
150 grömm majónes
2 desilítrar sýður rjómi (cirka 200 grömm)
1 dós maís
Smá smjörlíki

Sjóðið kartöflurnar og skerið þær í bita. Skerið laukinn í bita og steikið hann á pönnu ásamt beikoninu. Skerið púrrlaukinn í sneiðar og paprikuna í bita. Blandið þessu öllu saman á meðan kartöflurnar eru heitar. Bætið að lokum majónesi, sýrðum rjóma og maís í. Smakkið til með salti og pipar. Þetta kartöflusalat er svakalega gott með grillmat.

Kartöflubuff

Soðnar afhýddar kartöflur, kaldar eða heitar
Haframjöl
Grænmetiskraftur
Krydd eftir smekk
Magnið fer eftir hversu margir eiga að borða buffið

Soðnar afhýddar kartöflur, hrærðar vel í hrærivél. Haframjölinu bætt út í, þar til orðið er deig sem klístrast ekki eða lítið við skálina. þá er grænmetiskraftinum bætt út í og síðan er degið kryddað eftir smekk, td. með karrý, kúmeni og svörtum pipar. Síðan eru mótaðar litlar bollur, sem eru flattar út í lítil buff og steikt á pönnu með smá olíu. Borið fram með góðu salati og ostasósu, ef vill.

Lax með camenbert-osti og sérrísósu

2 laxaflök með roði
1 camenbert ostur
klípa af smjöri
salt og pipar

Laxinn er beinhreinsaður og skorinn í bita.  Raufar skornar í laxinn og camenbert í sneiðum settur þar í.  Smjör brætt og salti og pipar bætt saman við.  Þessu er hellt yfir laxasneiðarnar sem síðan eru bakaðar í 200°C heitum ofni í álpappírshreiðri í 7 mín.

Sérrísósa:

2 dl sérrí
1 teningur fiskikraftur
1 dós sýrður rjómi
½-1 tsk dill, ferskt eða þurrkað

Sérrí og fiskiteningurinn er soðið saman í 5-10 mínútur.  Sýrðum rjóma og dilli bætt saman við.

Brokkólísalat:

2 hausar brokkólí
1 og ½ dl. Hellemans-léttmajónes
1 rauðlaukur
3/4 tsk sykur
1 og ½ dl rúsínur
3 tsk rauðvínsedik
1 og ½ dl sólkjarnafræ eða furuhnetur
u.þ.b. 300 gr beikon.

Brokkólíið er saxað og stilkarnir fjarlægðir.  Öllu nema beikoni er blandað saman í skál.  Sósan sett saman við.
Áður en þetta er borið fram er beikonið sneitt smátt, steikt og blandað útí salatið.


Ýsa með grænu salati, paprikustrimlum og hrísgrjónum

2-3 msk smjör
4 meðalstórir ýsuhnakkar
sítrónusafi
1 búnt grænt salat eftir smekk, eða ferskt spínat
gul, rauð og græn paprika, skornar í strimla
250 gr soðin hrísgrjón
2 dl jómfrúarolía
hvítlauks- eða sinnepssósa
balsamedik
svartur pipar úr kvörn
Maldon-sjávarsalt

Skerið hvern hnakka í 3-4 jafn stóra bita og steikið í smjöri á vel heitri pönnu.
Saltið fiskinn hæfilega og hellið sítrónusafa yfir.
Raðið grænu salat á disk og síðan paprikustrimlum ásamt soðnum hrísgrjónum.
Dreypið ólífuolíu, sósu og balsamediki yfir salatið og piprið hæfilega.
Raðið fiskinum fallega ofan á salatið.

Skötuselur í blaðlaukssósu

500 gr skötuselur
1 blaðlaukur
1 dós 18% sýrður rjómi
½ lime
salt og pipar

Steikið blaðlaukinn í smjöri við vægan hita, þannig að hann bráðni en brúnist ekki, þar til að hann verður mjúkur.  Slökkvið undir, bætið sýrða rjómanum og lime útí, blandið vel saman, saltið og piprið.
Leggið fiskinn í álpappír og blaðlaukskremið ofan á, lokið álpappírnum þétt og bakið í ofninum í 15 mín. við 160°C.

Hægt er að nota lúðu, karfa, steinbít eða hlýra.......bara hvaða fisk sem er sem er þéttur í sér.

Kjúklingabitar með sítrónu, hunangi og hnetum

Þegar mikið af sítrónu er í kryddleginum eins og í þessari uppskrift, er ekki gott að láta kjúklinginn liggja lengi í leginum því þá er hætta á að hann verði seigur og stífur.....½ klst er hámarkstími.

6-8 kjúklingabitar
1-2 laukar, saxaðir
4 msk olía
1 tsk engiferduft
1 tsk kanill
safi úr einni sítrónu
1 tsk salt
80 gr heslihnetur
2-3 msk hunang

Hitið ofninn í 180°C. 
Blandið lauk, olíu, engiferdufti, kanil, sítrónusafa og salti saman.
Veltið bitunum uppúr blöndunni.
Hellið öllu í ofnfast mót, látið húðhliðina snúa upp og bakið í ofninum i 35-40 mínútur.
Saxið hneturnar og blandið saman við hunangið.
Smyrjið blöndunni á kjúklingabitana og bakið í 10 mín í viðbót.
Það er gott að hita hunangið örlítið, þá er betra að smyrja því á bitana.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband