Kjúklingabitar með kryddrasphjúp

6-8 kjúklingabitar
2 dl brauðrasp
2 tsk salt
1 tsk paprika
2-3 tsk blandaðar kryddjurtir, td timían, óreganó, merían....
pipar á hnífsoddi
30 gr brætt smjör eða 4 msk olía

Hitið ofninn í 190°C.  Blandið raspi, salti, papriku, kryddi og pipar saman í skál.  Penslið kjúklingabitana með smjöri eða olíu og veltið síðan uppúr raspinu.  Raðið í ofnfast mót og bakið í 35-40 mínútur.

Verði ykkur að góðu Smile

Nuts and bolts! Snakk !!

  Frábært snakk fyrir öll möguleg og ómöguleg tækifæri.

425 gr. Cheerios
425 gr.hafrakoddar
225 gr. jarðhnetur
250 gr.Saltstangir,brotnar niður
250 gr.Ostepops.

1 1/4 bolli smjör
4 msk. Worcestershire-sósa
1 tsk.Hvítlaukssalt
1 skvetta Hotsauce(tabasco) eða cayenne-pipar.

Mjög stór uppskrift, 1/2 uppskrift fyllir vel í stóra ofnskúffu.
Smjör brætt og sósum og salti bætt útí. Öll þurrefni sett í ofnskúffu með bökunarpappír, smjörbráð hellt yfir, hrært vel í og hitað í ofni í ca. 40-60 mín. við 120 gráður. Hræra reglulega í gumsinu... og volla!
Frábært snakk fyrir börn og fullorðna.


"Taktu til í skápunum" Ostakaka!

Fékk þessa frá Önnu Kristínu vinkonu minni, takk skvís Smile

Ostakaka.
250 gr.makkarónur, homeblest, kanilkex...nú eða það sem til er í skápnum hverju sinni!!! 
75 gr. brætt smjör.
400 gr. rjómaostur
200 gr. flórsykur, 
1/2 l. þeyttur rjómi,
2 tsk. vanillusykur

* Kex mulið í t.d. mulinex....og brætt smjör hrært út í! (Gott að frysta í smá stund áður en ostablandan er sett yfir).
*Rjómaostur hrærður vel og flórsykri og vanillusykri bætt útí...hrært aftur.
*Þeyttum rjóma blandað saman við og svo er hægt að fara að leika sér:

1) Klassíkin er að missa ca.1 pk.af daim kúlum útí og setja svo yfir krem sem samanstendur af:
200 gr. suðusúkkulaði sem er brætt og blandað svo saman við 1 dós af sýrðum rjóma og 1 skeið af þeyttum rjóma sem þú tekur frá rjómanum sem fer í ostablönduna.

En svo er líka hægt að hræra út í þessa blöndu rifsberja, bláberja eða jarðaberjasultu.  Hef líka prufað að setja sítrónufrómasduft út í ostablönduna, makkarónukökur, gróf muldar og svo margt margt fleira..bara nota hugmyndaflugið!!!

 


Púðursykurs-ricecrispies marengs með karamellukremi

Uppskrift frá Sigurlaugu Rósu Guðjónsdóttur, takk kærlega Smile

Botnar:
4 eggjahvítur, 2dl púðursykur, 1dl sykur > þeytt
2 bollar rice crispies blandað varlega saman við.
2 botnar - 24cm form/hringur á bökunarpappír
150gráður í 40 mín...

Rjómakrem:
3 dl rjómi, 1/2tsk sykur, 1/2tsk vanillusykur > þeytt saman, smurt á milli botna

Karamellubráð:
2dl, rjómi, 150g sykur, 40g sýróp > saman í pott, sjóða við vægan hita þar til karamellan loðir við sleifina. Setja 30g smjör og 1/4tsk vanilludropar útí. Taka af hitanum. Hræra þar til smjörið er bráðið. Kæla lítillega og blanda 1/2dl þeyttum rjóma saman við. Kæla þar til meðfærilegt.

Svo er bara að nota þá ávexti sem eru í uppáhaldi til að skreyta með :)

Þessi kaka er með epli, vínber, jarðaber og bláber, mmmmmm

Vona að þið njótið vel :)


Athugið að það tekur ca. 3 korter að gera karamelluna, frekar tímafrekt!!!
Hef heyrt að það sé hægt að nota karamelluíssósu, eða bræða karamellutöggur, en þessi er samt alveg tímans virði, heví góð :)

Og ekki gleyma súkkulaðispænunum til að fegra með :)

 

 

Púðursykurs-ricecrispies marengs með karamellukremi

 


Rúgbrauð

4 bollar rúgmjöl
2 bollar heilhveiti
1 líter súrmjólk
500 gr. síróp
3 tsk salt
3 tsk matarsódi

Ég blanda þessu öllu saman í stórri skál og set í smurða Machintosh dós, loka henni og set í 100°C heitann ofn í ca 10 klst....

Sumir bentu mér á að nota ofnpott (þessa svörtu sem flestir kannast við) og ætla ég að prufa það næst :)

Einnig ákvað ég að nota hnetu/karamellusúrmjólk í stað venjulegrar og minnkaði þá sírópsmagnið í staðinn :)


Linsubaunasúpa með grænmeti og kókos

Fyrir 4.

  • 200 gr linsubaunir
    2 laukar
    3 gulrætur
    1 paprika
    4 kartöflur
    2 msk ólífuolía
    1 L grænmetissoð
    8 msk balsam edik
    Salt
    múskat
    karrý
    sýrður rjómi
    kókosmjöl

Leggið linsubaunirnar í bleyti í sólarhring.

Hellið vatninu af linsubaununum og setjið í pott.  Brytjið grænmetið útí.
Bætið grænmetissoði, balsamediki og olíunni saman við.  Kryddið eftir smekk.
Sjóðið í u.þ.b. klukkustund,

Setjið súpuna í skál og stráið kókosmjöli yfir.  Setjið eina msk af sýrðum rjóma í hverja skál :)


Smjörkökur ömmu Dreka

300 gr sykur
215 gr smjör
1 egg
325 gr hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
Sítrónu og vanilludropar eftir smekk (má sleppa)
Hnoðað, velt í lengjur og skorið niður og sett á plötu. Bakað við 200°c.

Hvít lagkaka

450 g sykur
450 g smjörlíki
8 egg
500 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
Rifinn appelsínubörkur af ½ appelsínu
Sama aðferð og við brúnu lagkökuna. Sulta að eigin vali á milli.

Brún lagkaka

450 g sykur Smjörkrem:
450 g smjörlíki
8 egg 150 g smjör
430 g hveiti 100 g smjörlíki
65 g kakó 230 g flórsykur
1 tsk brúnkökukrydd 1 egg
1 tsk kanill 1 tsk vanilludropar
½ tsk engifer
½ tsk negull
½ tsk vanilludropar
Smjörlíki og sykur er hrært vel saman og svo eggin út í, eitt í einu. Bætið þá þurrefnum saman við og hrærið vel. Klæðið plöturnar með bökunarpappír og skiptið deiginu í 4 hluta og smyrjið út á plöturnar. Bakið við 220°c í 10-12 mín.

Engiferkökur Ömmu í Hlíð

½ kg hveiti
½ kg púðursykur
225 g smjörlíki
2 egg
30 g lyftiduft
1 tsk natron
1-2 tsk engifer
1 tsk kanill
11/2 tsk negull
Hrært, rúllað upp í stöngla, kælt, skorið í smáar kökur og sett á plötu og bakað við fremur hægan hita . ( hjá mér 150°C blástur í um 10-12 mín)
Má minnka sykurinn um helming, en þá verða kökurnar bara harðari.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband