Appelsínuleginn svínalærvöðvi

Fyrir 6

1,5 kg svínalærisvöðvi

Kryddlögur:
2 dl appelsínuþykkni
1 glas barnamatur með ferskjubragði (170 g)
1 tsk. engifer, fínt saxað
rifinn börkur og safi úr 2 appelsínum
salt og pipar

Piparsósa :
1/2 l soð úr pottinum
2 dl rjómi
20 stk. græn piparkorn
kjötkraftur
sósujafnari
salt

Rífið börkinn af appelsínunum með rifjárni og setjið í sjóðandi vatn í nokkrar sekúndur. Kælið. Blandið saman öllum efnum í kryddlöginn. Skerið grunnar rákir í kjötið og smyrjið kryddleginum á. Látið standa í ísskáp í sólarhring. Snúið öðru hvoru. Brúnið kjötið á pönnu og setjið í steikarpott. Hellið kryddleginum yfir ásamt 7 dl af vatni og tveimur lárviðarlaufum. Steikið við 180° í 1 1/2 tíma eða þar til steikarmælir sýnir 72° í miðju kjötstykkinu.

Piparsósan:
Setjið soðið í pott og fleytið fituna ofan af. Bætið í rjóma og pipar. Þykkið með sósujafnara og bragðbætið með kjötkrafti. Mjög gott er að setja smá skvettu af Grand Marnier líkjör í sósuna. Einnig má skerpa hana með appelsínuþykkni.
Berið fram með brúnuðum kartöflum og léttsoðnum sykurbaunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband