Haframjölskökur

1 bolli Isio jurtaolía
1 bolli dökkur Púðursykur
1 bolli strásykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
1 og ½ bolli heilhveiti eða spelt
1 tsk. Salt
1 tsk. Lyftiduft
3 bollar haframjöl
1 bolli rúsínur, súkkulaði / kókosmjöl

Blandið saman olíu og sykri hrærið með sleif
eggjum bætt við og vanilludropum, hrærið.

Bætið þurrefnunum við, síðast haframjölinu
Þá getur þú bætt við því sem þér finnst best,
hnetum, möndlum þú ræður
ég notaði Freyju djæm nammi síðast og það var æðislegt

Leggið bökunarpappír á ofnplötu og gerið LITLAR
Kökur (þær stækka mikið)
með t.d. teskeiðum, deigið á að vera mjög þykt.

Bakið í ca, 10 mín við 150° í blástursofni

Passið að baka ekki of lengi, kökurnar eiga að vera
Ljósbrúnar, ekki dökkar.

Þú getur leikið þér endalaust með þessa uppskrift
t.d. gert kókoskökur með enn meiri kókos
súkkulaðikökur með súkkulaðibitum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband