Púðursykurs-ricecrispies marengs með karamellukremi

Uppskrift frá Sigurlaugu Rósu Guðjónsdóttur, takk kærlega Smile

Botnar:
4 eggjahvítur, 2dl púðursykur, 1dl sykur > þeytt
2 bollar rice crispies blandað varlega saman við.
2 botnar - 24cm form/hringur á bökunarpappír
150gráður í 40 mín...

Rjómakrem:
3 dl rjómi, 1/2tsk sykur, 1/2tsk vanillusykur > þeytt saman, smurt á milli botna

Karamellubráð:
2dl, rjómi, 150g sykur, 40g sýróp > saman í pott, sjóða við vægan hita þar til karamellan loðir við sleifina. Setja 30g smjör og 1/4tsk vanilludropar útí. Taka af hitanum. Hræra þar til smjörið er bráðið. Kæla lítillega og blanda 1/2dl þeyttum rjóma saman við. Kæla þar til meðfærilegt.

Svo er bara að nota þá ávexti sem eru í uppáhaldi til að skreyta með :)

Þessi kaka er með epli, vínber, jarðaber og bláber, mmmmmm

Vona að þið njótið vel :)


Athugið að það tekur ca. 3 korter að gera karamelluna, frekar tímafrekt!!!
Hef heyrt að það sé hægt að nota karamelluíssósu, eða bræða karamellutöggur, en þessi er samt alveg tímans virði, heví góð :)

Og ekki gleyma súkkulaðispænunum til að fegra með :)

 

 

Púðursykurs-ricecrispies marengs með karamellukremi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

ekkert smá girnilegt

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.4.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband