Fylltar kartöflur með sveppum og hunangsskinku

4 bökunarkartöflur
Ólífuolía
2 msk smjör
1 askja kastaníusveppir, sneiddir
1½ msk ferskt timían
4 sneiðar Ali hunangsskinka, söxuð
100 gr gouda-ostur (26%), rifinn
Maldon salt (Herbamare jurtasalt er líka gott með þessu) og nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 200°C.  Raðið kartöflunum á ofnplötu og dreypið ólífuolíu yfir.  Bakið í u.þ.b. klukkustund eða þar til kartöflurnar eru bakaðar í gegn.  Skerið þær til helminga (þvert á þær) og holið að innan með skeið.  Bræðið smjörið á pönnu og steikið sveppi og timían.  Bætið skinkunni við.
Blandið kartöflukjötinu saman við sveppablönduna og hrærið ostinn saman við.  Kryddið með salti og pipar.
Fyllið kartöfluhýðin með blöndunni og bakið í 10 mínútur.

Góðar með grillmat, en líka mjög góðar sem smáréttur ásamt fersku salati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband