Eplakökur dverganna

2 egg
1½ dl sykur
2½ dl hveiti
2 tsk lyftiduft
4 msk olía
4 msk mjólk
½ tsk vanilludropar
kanilsykur
eplabútur

Hitið ofninn í 200°C. 
Afhýðið og brytjið eplin.
Brjótið eggin í skál, bætið sykrinum saman við og þeytið.
Bætið mjólk og olíu saman við og hrærið saman.
Mælið og sigtið þurrefnin.  Hrærið vel saman.
Setjið deigið með tveimur skeiðum í muffinsform og raðið á bökunarplötu.
Setjið eplabita í hverja köku og stráið kanilsykri yfir.
Bakið í miðjum ofni í 10 mínútur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband