Graskersbaka

Botn:
1 bolli hveiti
1/8 tsk salt
1/3 bolli smjör, kælt
3 msk kalt vatn

Fylling:
2 egg
1 bolli púðursykur
½ bolli rjómi
450 gr graskersmauk
1 tsk kanill
½ tsk engifer
½ tsk múskat
½ tsk salt

Þeyttur engiferrjómi:
½ bolli rjómi (ekki matreiðslurjómi)
1 msk sykur
¼ tsk engifer

- Stillið ofninn á 220°c
- Hrærið saman hveiti og salti í stórri skál; bætið við smjöri í bitum. Vatni er bætt við og hrært saman með gaffli. Hnoðið deigið í kúlu.
- Fletjið deigið út á hveitistráðu borði (ekki hafa of mikið hveiti) í hring sem er ca 28 cm í þvermál. Setjið í bökumót sem er 26 cm í þvermál. Fjarlægið það deig sem fer út fyrir. Geymið botninn meðan fyllingin er útbúin.
- Hrærið egg á meðalhraða í stórri skál þangað til þau eru orðin þykk (ca 2-3 mínútur). Bætið við rest af hráefni í fyllinguna, hrærið uns allt er vel blandað saman (ca. 1-2 mínútur).
- Setjið fyllinguna ofan á botninn. Bakið í 10 mínútur. Lækkið þá hitann í 180°c. Bakið áfram í 40-50 mínútur. Stingið með hníf í miðju bökunnar til að athuga hvort hún sé tilbúin. Ef hnífurinn er hreinn eftir að það hefur verið gert er bakan tilbúin. Kælið alveg.
- Þeytið ½ bolla af rjóma í skál, á hæsta styrk . Bætið sykri og engifer við. Haldið áfram að þeyta uns rjóminn er orðinn stífur (ca. 1-2 mínútur).
- Berið bökuna frama með engiferrjómanum. Ef ekki á að bera bökuna strax fram þarf að geyma hana og rjómann í kæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband