Súrsætt svínakjöt

Uppskrift fyrir tvo:

350 gr. svínakjöt
200 gr. AMOY Sweet and Sour Sauce
1 lítil rauð paprika og 1 lítil græn paprika, skornar í litla teninga
2 msk. hrísgrjónavín
1/2 tsk. möluð rauð (szechuan) piparkorn
1 egg, létt þeytt
2 msk. hveiti
600 ml. olía til djúpsteikingar
1/2 tsk. salt

Skerið kjötið í litla munnbita og marinerið í salti, pipar og víni í 15-20
mín. Dýfið þeim þá í eggjahræru og loks í hveiti. Hitið olíuna upp í
meðalhita (um 190° C) og djúpsteikið bitana í 3-4 mín. Hrærið varlega í svo
þeir festist ekki saman. Takið bitana úr olíunni, hitið hana þar til rýkur úr
og steikið bitana aftur í um 1 mín. þar til þeir verða gullbrúnir. Hitið 1
msk. af olíu á forhitaðri pönnu og steikið paprikuna í um 1 mín., bætið út í
súrsætu sósunni og hrærið þar til paprikan hefur linast. Setjið kjötið út á
pönnuna, hrærið vel saman og berið fram vel heitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband