Pörusteik

2 kg svínabógur
1-2 msk gróft salt
lárviðarlauf ef vill
og eða negulnaglar
Laukur og kjötkraftur (svína-)

Leiðbeiningar
Skerið ræmur í pöruna með ca ½ cm millibili, gæta vel að fara alveg í gegn um hana þó ekki í kjötið sjálft.niður að kjötinu með 1 1/2 cm millibili, reynið að skera ekki í kjötið. Nuddið saltinu á pöruna og líka ofan í skurðinn. Stingið því næst negulnöglum eða lárviðarblöðum í ef slíkt er notað.Þessu næst er steikin sett á bökunargrind og ofnaskúffa höf undir. Ef paran á að verða stökk og fín þarf steikin að liggja sem láréttust. Gott að stilla hana af með að hnoða saman álpappír og setja undir þar sem þarf.

Laukur og kjötkraftur settur í ásamt vatni í ofnskúffuna. Ofninn stilltur á 200° hita og grindin sett í miðjan ofn. Látið steikjast í 1 ½ klst.
Steikin er tilbúin að taka úr ofninum þegar kjarnhitinn í þykkasta hlutanum er 65° Þá er hún tekin út, soðið sigtað í pott. Ef paran er ekki nógu stökk má skella henni aftur í ofnin við 250° eða stilla á grill ef það er til staðar og láta steikjast í 5-10 mínútur. Hafa skal samt varan á því paran má alls ekki brenna.
Steikin látin jafna sig í 15-20 og þá ætti kjarnhitinn að vera 70° og steikin tilbúin að bera á borð.
Skorin í 1 ca þykkar sneiðar.

Sósa (5-6 dl)
Ef bæta þarf vatni í soðið er það gert núna og umfram fita fleytt ofan af. Gæti þurft að bæta meiri kjötkrafti út í. Sósan er þykkt með hveitijafningi (1 ½ msk hviti á móti ½ dl vatni) eða sósujafnara. Smakkað til með salti og pipar og látin sjóða í nokkrar mínútur eða þar til hveitibragðið er horfið. Notið sósulit ef vill og eins er gott að setja smá af rjóma út í áður en sósan er borin fram.

Annað meðlæti
Sykurbrúnaðar kartöflur, soðnar sveskjur, grænar baunir, rauðkál og gott hrásalat eða eftir smekk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband