Saltfiskbollur með rósmarín-majónesi
22.8.2009 | 12:43
Hráefni
400 g saltfiskur, útvatnaður
300 g kartöflur
1 stk. stór laukur
1 stk. hvítlauksgeiri
1 tsk. rósmarín
10 stk. svartar ólífur
1 tsk. maukað chili
1 tsk. olía
200 g japanskt brauðrasp (panko)
2 stk. vorlaukar
pipar
Aðferð
Setjið vatn í pott. Skerið kartöflurnar í bita og sjóðið. Bætið saltfiskinum í bitum út í eftir um 10 mín. Afhýðið hvítlauk og lauk og maukið mjög vel í matvinnsluvél ásamt rósmaríni, ólífum, chili og 1 tsk. af olíu. Sjóðið kartöflurnar og saltfiskinn saman í 10 mín. Færið upp úr pottinum og blandið saman við maukið. Kælið og bætið panko raspi saman við og mótið litlar bollur. Djúpsteikið bollurnar í olíu og berið fram með rósmarín-majónesi sem gott er að dýfa bollunum í.
Meðlæti
Rósmarín-majónes
Hráefni
1 kvistur rósmarín
1/2 stk. sítróna, safinn
5 msk. Majónes
Saxið rósmarínkvistinn. Kreistið safann úr sítrónunni út í majónesið og hrærið rósmaríni saman við.
400 g saltfiskur, útvatnaður
300 g kartöflur
1 stk. stór laukur
1 stk. hvítlauksgeiri
1 tsk. rósmarín
10 stk. svartar ólífur
1 tsk. maukað chili
1 tsk. olía
200 g japanskt brauðrasp (panko)
2 stk. vorlaukar
pipar
Aðferð
Setjið vatn í pott. Skerið kartöflurnar í bita og sjóðið. Bætið saltfiskinum í bitum út í eftir um 10 mín. Afhýðið hvítlauk og lauk og maukið mjög vel í matvinnsluvél ásamt rósmaríni, ólífum, chili og 1 tsk. af olíu. Sjóðið kartöflurnar og saltfiskinn saman í 10 mín. Færið upp úr pottinum og blandið saman við maukið. Kælið og bætið panko raspi saman við og mótið litlar bollur. Djúpsteikið bollurnar í olíu og berið fram með rósmarín-majónesi sem gott er að dýfa bollunum í.
Meðlæti
Rósmarín-majónes
Hráefni
1 kvistur rósmarín
1/2 stk. sítróna, safinn
5 msk. Majónes
Saxið rósmarínkvistinn. Kreistið safann úr sítrónunni út í majónesið og hrærið rósmaríni saman við.
Meginflokkur: Pinnamatur | Aukaflokkur: Fiskréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.