Fiskbuff

10 cm bútur af gúrku
salt
1 dós sýrður rjómi (10%)
ferskar kryddjurtir eftir smekk
nýmalaður pipar

400-500 gr soðin ýsa eða annar fiskur
400 gr soðnar kartöflur
50 gr smjör
1 egg
1 eggjarauða
1 tsk fínrifinn engifer


Byrjað er á að búa til ídýfuna: Gúrkan er rifin á rifjárni, sett í sigti, salti stráð yfir og látin standa í 15-20 mínútur. Þá er hún skoluð úr köldu vatni, hellt á viskastykki og vætan pressuð úr henni. Sett í skál ásamt sýrða rjómanum og kryddjurtunum og hrært vel saman. Kryddað með pipar eftir smekk.

Fiskurinn er losaður í sundur í flögur og stappaður með kartöflunum og helmingnum af smjörinu. Eggi, eggjarauðum og engifer er hrært saman við, smakkað til með pipar og salti og mótað í buff. Ef blanda er of þunn má hræra svolitlu maísmjöli eða kartöflumjöli saman við.

Afgangurinn af smjörinu er bræddur á pönnu og buffin steikt við meðalhita þar til þau eru gullinbrún á báðum hliðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband