Fiskibollur og meðlæti

4-5 þorskflök, rotflett og beinhreinsuð
1 stór laukur
1 ½ grænmetisteningur frá Rapunzel
Svartur pipar frá Pottagöldrum
Ósigtað spelt frá Aurion (1/4 af fiskdeigi)
2 msk kartöflumjöl
2 stk hamingjuegg

Hakka lauk og grænmetistening fyrst og síðan þorskinn. Þegar því er lokið er fínt að taka ¼ af deiginu frá, fylla upp í þann hluta með spelti, setja síðan fjórða partinn aftur saman við, krydda með svörtum pipar og bæta saman við hamingjueggjum og kartöflumjöli. Þetta er síðan hrært saman, ,mótað í meðalstórar bollur og steikt upp úr kókosfeiti þar til brúnaðar og fínar. Mér finnst gott að steikja góðan slatta í einu og setja svo temmilega margar í eina máltíð í poka og frysta. Eðalfínn skyndimatur þegar maður hefur lítinn tíma – rétt að henda bollum í pott, gufusjóða og græja eitthvað létt grænmeti með J

Við höfum í gegnum tíðina vanist því að nota einna helst ýsu þegar við ætlum að gæða okkur á hversdagsfisk, en staðreyndin er hinsvegar sú að þorskurinn er mun hollari en ýsan þar sem hann neytir sjálfur hollari fæðu, en ýsan er hrææta.
Hugmynd að grænmeti með fiskibollum:

Smá kókosfeiti
Laukur / rauðlaukur
hvítlaukur
Sæt kartafla
Kúrbítur eða brokkoli
Milt karrímauk frá Pataks
Kókosmjólk

Grænmeti flysjað, brytjað og steikt á pönnu úr kókosfeiti. Kókosmjólk bætt saman við og sömuleiðis karrímauki eftir smekk – einfalt og gott J

Og svo er svosem hægt að setja ýmislegt skemmtilegt í þorskbolludeigið, eins og ólívur, sólþurrkaða tómata, ferskar kryddjurtir, linsubaunir o.fl. o.fl.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband