Ofnsteiktar sætar kartöflur
19.8.2009 | 12:03
Góðar með svínakjöti og kjúklingum
600 gr sætar kartöflur
2 hvítlauksgeirar (ef vill)
4 greinar ferskt timjan
eða 1 tsk þurrkað timjan
2-3 msk matarolía
salt
smjör
Leiðbeiningar
Kartöflurnar eru afhýddar og skornar í sneiðar eða teninga. Hvítlauksgeirarnir sneiddir í þunnar sneiðar. Sett í eldfast fat og olíu hellt yfir. Hrært vel í þannig að olían dreifist vel. Kryddið saxað og dreift yfir eða stráð yfir ef notað er þurrkað.
Nokkrum smjörklípum er dreift ofan á og síðast salti.
Bakað í 200° heitum ofni í ca 40 mínútur eða þangað til kartöflurnar eru meyrar.
600 gr sætar kartöflur
2 hvítlauksgeirar (ef vill)
4 greinar ferskt timjan
eða 1 tsk þurrkað timjan
2-3 msk matarolía
salt
smjör
Leiðbeiningar
Kartöflurnar eru afhýddar og skornar í sneiðar eða teninga. Hvítlauksgeirarnir sneiddir í þunnar sneiðar. Sett í eldfast fat og olíu hellt yfir. Hrært vel í þannig að olían dreifist vel. Kryddið saxað og dreift yfir eða stráð yfir ef notað er þurrkað.
Nokkrum smjörklípum er dreift ofan á og síðast salti.
Bakað í 200° heitum ofni í ca 40 mínútur eða þangað til kartöflurnar eru meyrar.
Flokkur: Kartöfluréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.