Kanelkryddaðar sætar kartöflur


1 kg sætar kartöflur, helst appelsínugular
1 msk smjör
1 lítil dós ananaskurl (225 g)
2 msk romm, dökkt
2 tsk engifer, rifinn
1 msk kanell
½ tsk múskat, nýrifið
Kartöflurnar afhýddar, skornar í sneiðar og soðnar í fremur litlu vatni þar til þær eru rétt meyrar. Ofninn hitaður í 180 gráður. Eldfast fat smurt með smjörinu og kartöflusneiðunum raðað í það. Safanum hellt af ananaskurlinu og því síðan hrært saman við romm, engifer, kanel og múskat, hellt yfir og bakað í 5-10 mínútur. Borið fram t.d. með svínakjöti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband