Makkarónuhakkpottréttur

Þessi einfaldi réttur hefur slegið í gegn á mínu heimili......sérstaklega hjá börnunum Smile

Innihaldið er eftirfarandi:

  • ca ½ kg hakk
  • makkarónur
  • pepperoni
  • Hunt's Spaghetti sósa (þetta er stór dós)
  • Mozarella rifinn ostur (eða Gratín, bara hver hentar þér)

Svona geri ég þetta, en þú getur að sjálfsögðu minnkað/aukið magnið af makkarónunum og pepperoni-inu.

  1. Brúnaðu hakkið á pönnu.
  2. Bættu við spaghettisósunni, fylltu svo dósina af vatni (skola restina innan úr) og bættu vatninu líka út á pönnuna.  Út í þetta set ég svo 500 gr af makkarónum.  Bíddu þar til fer að sjóða, lækkaðu þá vel undir og láttu malla þar til makkarónurnar eru orðnar mjúkar.  Hrærðu reglulega í.
  3. Skerðu niður pepperoni (mér finnst best að nota Ali pepperoni lengjurnar, pepperoniputta eins og við köllum það), magnið fer bara eftir smekk hvers og eins, ég nota hiklaust 4 svona pepperoni putta Grin settu það úti og leyfðu að malla aðeins.
  4. Settu ostinn útí í restina og hrærðu saman þar til hann bráðnar.....ég nota hiklaust heilan poka.......það er BARA gott Grin
  5. Berðu þetta fram með td. fersku salati og hvítlauksbrauði, og ef það verður afgangur þá er hann hrikalega góður ofan á ristað brauð daginn eftir Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli með þessu en við höfum gert svona svipaðan rétt reglulega í gegnum tíðina og litla dóttir mín kallar þetta ormakjöt :) Ég hef reyndar ekki notað pepperoni en finnst hugmyndin góð og prófa það pottþétt með næst.

Mardís

Mardís (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:11

2 identicon

Sæl, ég rakst á síðuna þína fyrir tilviljun. Eldaði þennan rétt og hann sló svo sannarlega í gegn á mínu heimili. Takk fyrir okkur.

Björk (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:54

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ég prófa þennan pottþétt þegar að ég kem heim...

Rannveig Lena Gísladóttir, 29.8.2008 kl. 18:42

4 Smámynd: Adda bloggar

æðisleg.ég óska hér með eftir bloggvináttu þinni

Adda bloggar, 29.8.2008 kl. 20:01

5 Smámynd: Mamma

Verði ykkur að góðu

Adda mín, er búin að samþykkja beiðnina, nema hvað ?

Mamma, 29.8.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband