Rækjurúllur með ávöxtum
31.7.2008 | 23:17
Uppskriftin er fyrir ca. 4.
225 gr Havarti ostur, rifinn
225 gr rjómaostur
225 gr rækjur, saxaðar
½ dl serrí eða portvín
1 dl saxaðar, þurrkaðar aprikósur
1 dl saxaðir, þurrkaðir eplahringir
12 ósætar pönnukökur
Rífið ostinn í hærirvélarskál, setjið rjómaostinn saman við og hrærið. Bætið rækjunum, sérríinu og ávöxtunum út í og hrærið þar til allt hefur blandast vel.
Bakið pönnukökur samkvæmt venjulegri uppskrift, nema ÁN sykurs og vanilludropa. Smyrjið fyllingunni á pönnukökurnar og rúllið þeim þétt upp. Látið standa í kæli fram að framreiðslu. Skerið í u.þ.b. 2 cm bita og stingið pinna í.
Flokkur: Pinnamatur | Breytt 22.8.2009 kl. 12:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.