Lambahryggur með kryddjurtum og hvítlaukssmjöri

1 lambahryggur
4 rósmaríngreinar
4 timíangreinar
6 hvítlauksgeirar, skornir til helminga
salt
nýmalaður pipar
80 gr smjör, við stofuhita
3 hvítlauksgeirar, pressaðir

Skerið niður með hryggsúlunni beggja vegna niður með rifbeinunum.  Setjið rósmarín- og timíangreinar ásamt hvítlauk niður með hryggsúlunni beggja vegna.  Blandið saman smjöri og hvítlauk.
Setjið helminginn af hvítlaukssmjörinu niður með kryddjurtunum.  Vefjið garni (seglgarni, sláturgarni) utan um hrygginn og kryddið með salti og pipar.
Bakið við 180°C í 30 mín.
Setjið þá afganginn af smjörinu niður með kryddjurtunum og bakið í 10-12 mín í viðbót.
Berið hrygginn fram með td. blönduðu grænmeti og kartöflum Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband