Linsubaunabuff

2 kartöflur, soðnar, afhýddar og kældar.
100 gr. linsur
1 laukur, smátt saxaður.
1 egg (má sleppa)
Slurk af Basil
Slurk af Timjan
Sólþurrkaðir tómatar, saxaðir (má sleppa)
hvítlaukur og salt eftir smekk.

Rasp:
1 dl kókosmjöl
1 dl malaðar möndlur eða hnetur

Linsurnar eru soðnar í ca 30 mín og kældar. Öllu hrært saman í skál. Þá er farsið tilbúið. Ef það er of þunnt má setja smá haframjöl eða kókosmjöl útí. Mótið lítil hringlótt og flöt buff. Hægt er að velta þeim upp úr eggi þá haldast þau betur saman. Veltið upp úr raspinu og léttsteikið á pönnu, báðum megin þar til gyllt. Með þessu er gott að borða soðnar kartöflur, grænar baunir og rabbabarasultu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, maður fer að slefa í hvert skipti, sem maður kíkir á þessa síðu hjá þér. En þannig er að einu sinni , eins og oft áður ætlaði ég að vera rosa dugleg að elda eitthvað hollt. Keypti poka af kjúklingabaunum, en smá vandamál ég hef ekki hugmynd hvernig ég að vinna með þær, eða hvað ég get útbúið til að það verði eitthvað djúsi. Þú gætir kannski lummað einni uppskrift af einhverju með kjúklingabaunum.

kveðja Begga

Begga (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Mamma

Sæl Begga

Er búin að skella inn nokkrum úr kjúklingabaunum, ég tek það fram að ég hef ekki prófað þær uppskriftir sjálf.......hef rekist á þær á flakki mínu um vefinn

Njóttu vel

Kv. Mamma Matarbiti

Mamma, 26.2.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband