Bakað heitt kartöflusalat
25.2.2008 | 21:02
1¼ dl jómfrúarólífuolía
5 msk steinselja, söxuð fersk
25 g ólífur, svartar, steinlausar, fínt saxaðar
1½ msk kapers
1 msk Balsamic edik
6 stk sólþurrkaðir tómatar í olíu, sxaðir
1 stk rauðlaukur, fínt saxaður
sjávarsalt, gróft
pipar, svartur, nýmulinn
Setjið kartöflurnar í eldfast fat. Sáldrið sjávarsaltinu og 2-3 msk af ólífuolíu yfir kartöflurnar og hristið til að olían komist í snertingu við allar kartöflurnar.
Setjið í 200°C heitan ofn og bakið í 25-30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Rétt er að snúa þeim af og til í ofninum.
Meðan kartöflurnar eru að bakast; setjið þá allt hitt hráefnið í stóra skál og blandið vel saman. Kryddið með salti og pipar.
Takið kartöflurnar úr ofninum, stingið í hverja kartöflu með gaffli og skerið í tvennt. Hvolfið svo heitum kartöflunum í skálina með kryddblöndunni, veltið þeim upp úr leginum og berið fram hvort heldur sem er; heitt eða kalt.
Grískt kartöflusalat
25.2.2008 | 21:01
2 harðsoðin egg, skorin í báta
2 tómatar, skornir í þunnar sneiðar
150 g fetaostur
1 laukur, fínt saxaður
svartar steinlausar ólífur eftir smekk
Öllu blandað saman í stóra skál.
2 msk hvítvínsedik
1 tsk sinnep
4 msk ólífuolía
1 tsk basilka
salt og pipar eftir smekk
Hristið vel saman, hellið yfir salatið og látið standa í klukkutíma áður en borið er fram. Fallegt er að skreyta með eggjabátum og þunnt sneiddum tómötum.
Kartöflusalat III
25.2.2008 | 21:01
1 kg kartöflur í bitum (soðnar og kældar)
3 dl sýrður rjómi
½ dl sætt sinnep
½ dl sýrðar gúrkur
Salt og pipar
½ rauð paprika
1 stk laukur
4 stk harðsoðin egg Söxuð niður í eggjaskera.
4 stk epli
Söxuð steinselja
Kartöflusalat II
25.2.2008 | 20:59
1 dós sýrður rjómi (10%)
1 dós kotasæla
1 búnt radísur, skornar í sneiðar
1 lítill blaðlaukur, saxaður
1 rauð paprika, söxuð
2 msk sætt sinnep
Salt og pipar eftir smekk
2-3 harðsoðin egg, skorin í báta
Graslaukur, saxaður
Setjið kaldar kartöflurnar í skál. Blandið saman sýrða rjómanum og kotasælunni, bætið grænmetinu út í og hrærið. Kryddið með sinnepi, salti og pipar og leggið eggjabátana yfir. Stráið graslauknum yfir og geymið í kæli þar til borið er fram.
Kartöflusalat I
25.2.2008 | 20:58
750 gr soðnar kartöflur
2 ½ dl sýrður rjómi
2 ½ dl ab-mjólk
1-2 msk smátt saxaður laukur
2-3 tsk sætt franskt sinnep
1 tsk sítrónusafi
1-2 tsk gróft salt
2-3 msk steinselja, söxuð
2-3 msk graslaukur, saxaður
Kartöflugratín
25.2.2008 | 20:56
Skræla þær og skera í sneiðar
Settar í smurt eldfast mót
Hvítlauksostur
bræddur í cr 1 dl rjóma eða mjólk
Hella yfir kartöflurnar og set svo ost yfir
Bakað í ofni við 200°c í ca 20 mín eða þar til að osturinn er orðinn gullinn
Kanelsnúðar
25.2.2008 | 20:45
Þessir snúðar eru í boði Lee Ann Maginnis

Bakkelsi og annað gúmmelaði | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ömmu kanelsnúðar
25.2.2008 | 20:43
Laut gerð í miðjuna, eggin brotin þar í og síðan er þurrefnunum hrært saman við þau smátt og smátt (einnig má setja allt saman í hrærivél og hræra deigið saman á minnsta hraða).
Deigið á að vera fremur stíft en þó ekki þurrt. Kælt í 15-20 mínútur og ofninn hitaður í 180 gráður.
Þá er deigið flatt út í rétthyrning, um 40x25 cm, og brúnirnar snyrtar. Afganginum af sykrinum blandað saman við kanelinn og stráð jafnt yfir, ekki alveg út á brúnir. Deigplötunni er síðan rúllað upp frá annarri langhliðinni. Lengjan skorin í fremur þunnar sneiðar sem raðað er á pappírsklæddar bökunarplötur. Snúðarnir bakaðir í 20-25 mínútur; þeir eiga að vera fremur harðir.
Þessir snúðar eru í boði Lee Ann Maginnis

Bakkelsi og annað gúmmelaði | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kanelsnúðar a la Tigercopper
25.2.2008 | 20:40
5 stórir bollar hveiti
2 stórir bollar sykur
250gr smjörlíki
6 góðar teskeiðar ger (ekki sléttfulla en ekki alveg kúfaðar)
2 egg
2dl mjólk
vanilludropar.
(svo er hægt eftir smekk að bæta ef vill 1 tesk af kanil og 1 tesk negul út í til að krydda aðeins upp bragðið)
Best að láta smjörlíkið linast á eldhúsborðinu yfir nótt. Þurrefnum blandað saman í fat - eggjum og mjólk blandað saman og þeytt létt og smjörlíki í restina - síðan er blauta látið í fatið hjá þurrdótinu og allt saman hnoðað í höndunum.
Skipt í góðar kúlur og hver kúla fyrir sig flatt út með kefli. Deigið penslað útflatt með mjólk og kanelsykri stráð yfir allt. Þá er að rúlla því upp og svo skorið í góða snúða. Snúðunum ýtt ofaní kanelsykurinn og svo á ofnplötu. Bakast á 175-180c hita í stutta stund eða þar til þeir eru fallega ljósbrúnir. Láta þá kólna en síðan í plastpoka ofan í dúnk (haldast dúnmjúkir þannig).
Þessir snúðar eru í boði Tigercopper
Bakkelsi og annað gúmmelaði | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pylsupasta
25.2.2008 | 20:35
500 gr tagliatelle
1 pk pylsur eða kjötbúðingur
1 stór laukur
1 rauð paprika
1 ds sveppir eða notið ferska
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk piparblanda
1 tsk salt
1/2 tsk oregano
1 lítil dós tómatmauk
1/2 l vatn.
Sjóðið pastað.
Svissið smátt saxaðan laukinn,sveppina og paprikuna,hellið vatninu yfir,kryddið og látið sjóða í ca 15 mín.