Fiskur fyrir þá sem borða ekki fisk :o)

Þessi réttur er rosalega góður.

hráefni:

Ýsa, hveiti, karrý, paprika, blaðlaukur, sveppir, matreiðslu rjómi, soja-sósa, rifinn ostur, salt og pipar, olía til að steikja og smá smjörlíki.

aðferð:

Ýsan skorin í bita ( ekki litla ), hveiti, karrý, salt og pipar sett í plastpoka ( má vera sterkt karrýbragð ) Fiskurinn settur í pokann og allt hrist saman. Munið að hafa pokann lokaðan - hehe.

Fiskurinn síðan steiktur á pönnu, þar til hann er ljósbrúnn að utan.  Fiskinum síðan raðað í eldfast mót, ekki mjög þétt.

Grænmetið brúnað á pönnunni og svo sett yfir fiskinn í eldfasta mótinu, matreiðslurjómanum hellt yfir fiskinn og grænmetið - látinn fljóta yfir og nokkrum dropum af soja sósu hellt yfir. Setjið svo rifinn ost yfir og bakið í svona 30 mínútur við 180 gráður.

Voða gott með hrísgrjónum ofl. góðgæti.

Þessi uppskrift er í boði Muse Smile


Íssósa/karamella

3 góðir bollar dökkur púðursykur
200 gr smjörlíki
1 góður bolli ekta breskt síróp ( þetta í grænu dósunum...golden eitthvað.. )
þetta er brætt saman í potti og látið malla í svona 5 - 10 mín.
Þá er hellt saman við þetta 1/4 ltr. af rjóma og látið malla áfram í svona 10 - 15 mín.

Þá er þetta orðin mest djúsí sósa ever...svo þegar hún kólnar...karamellur...nammi.


Súrmjólkurdesert

1 l súrmjólk
¼ l rjómi
sykur eftir smekk
2 bananar í sneiðum
1-2 epli í bitum
1-2 egg
Vanilla
súkkulaðispænir.

Þeytið rjóma og eggjavítur sitt í hvoru lagi. Blandið svo varlega saman ásamt súrmjólkinni, því næst þeyttum eggjarauðum og sykri og vanillu eftir smekk. Brytjaðir ávextirnir og súkkulaðið sett síðast í. Kælt .


Rommý-ísterta

2 eggjarauður
3 msk sykur
1 peli rjómi
½ dl kalt kaffi
5 stk Rommý

Þeytið eggjarauður og sykur saman í hvítan massa.
Léttþeytið rjómann.
Brytjið Rommý smátt.
Blandið öllu saman og frystið.

Bakaðir bananar í karamellu

4 bananar
30 gr smjör
200 gr sykur
100 gr smjör
1 dl rjómi
1,5 dl vatn
1 msk sítrónusafi

Byrjið á að laga karamellusósu með því að setja saman í pott sykurinn, vatnið og sítrónusafann og sjóða niður við vægan hita uns gullinbrúnt. Takið af hitanum og bætið í smjörinu (50 gr) og vinnið saman við með sleif. Hellið rjómanum í og hrærið vel. setjið aftur yfir til suðu í smá stund.
Afhýðið bananana og kljúfið eftir endilöngu. Steikið í smjörinu (30 gr) þar til léttbrúnaðir. Setjið í eldfast form og hellið karamellusósunni yfir.
Gljáið undir grilli í nokkrar mínútur, passið að brenna ekki.

Berið fram með vanilluís.

Heimalagaður vanilluís

5 eggjarauður
100 gr sykur
½ l rjómi
Vanilludropar

Þeytið saman eggjarauður og sykur uns þykkt og loftkennt.
Þeytið rjómann og blandið saman við með sleif.
Setjið í form og frystið.

Berið fram með ávöxtum og súkkulaðisósu sem er löguð úr 1 dl af rjóma og 200 gr súkkulaði.

Myntudraumur

1 dós (400 g) rjómaostur
2 egg
8-10 msk. flórsykur
1-2 tsk. vanilludropar
200 g suðusúkkulaði
½ l rjómi
10-12 plötur After Eight eða sambærilegt piparmyntusúkkulaði
Skraut: After Eight, rjómi og/eða vanilluís


Rjómaosturinn hrærður vel svo hann verði kekkjalaus.
Eggin rækilega þeytt ásamt flórsykri og vanilludropum, blandað saman við ostinn.
Súkkulaðið brætt og hellt smátt og smátt út í á meðan hrært er. Kælt um stund í ísskáp eða frysti.
10-12 plötur After Eight kældar um stund í frysti og síðan brytjaðar nokkuð smátt og settar saman við.
Rjóminn stífþeyttur og blandað varlega með skeið/sleif saman við allt hitt.
Sett í skál og kælt vel.

Borið fram í eftirréttaskálum. Einni plötu af After Eight stungið á hornið ofan í. Svolítil sletta af þeyttum rjóma og/eða smákúlur af vanilluís til skrauts og bragðbætis.

Súper gott frá litlu systir

Fyrir 4......aukið hráefnið eftir þörfum og fjölda.

10 góðar kartöflur
1 stór laukur
8-10 bacon sneiðar
Salt og hvítlaukskrydd
Matreiðslurjómi

Kartöflur afhýddar og skornar í litla teninga.  Bacon og laukur smátt saxað.
Allt sett í pott og látið malla í 30 mínútur.
Kryddið eftir smekk.

Gott er að láta ost yfir þegar borið er fram Smile

Kartöflubátar

4 stórar bökunarkartöflur
4 msk ólífuolía
4 msk smjör bráðið
2 tsk sjávarsalt
½ tsk nýmalaður pipar
½ tsk paprikuduft
½ tsk hvítlauksduft

Hitið bakarofn í 225°C.
Skerið kartöflurnar eftir endilöngu í báta, það eiga að fást átta bátar úr hverri kartöflu.
Blandið saman smjöri og ólífuolíu.
Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og penslið pappírinn með smjörblöndunni, leggið kartöflubátana á ofnskúffuna og penslið þá með blöndunni, bakið
kartöflurnar þar til þær eru fallega brúnar í um 10 mínútur.
Blandið saman kryddinu og stráið því yfir kartöflurnar og bakið áfram í 15 mínútur.

Berið fram strax.

Kartöflugratín

1 kg kartöflur
½ stk laukur
4 dl rjómi
1 msk dijon sinnep
1 tsk sætt sinnep
ferskar kryddjurtir
salt og pipar
100gr rifinn ostur

Kartöflurnar eru skrældar og skornar niður í skífur, fatið er fitað með smjöri, raðið kartöflum og lauk í fatið. Blandið saman sinnepi, kryddi og rjóma og hellið yfir, stráið svo osti yfir í restina. Bakið við c.a 200° í 60 mín.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband