Kanelsnúðar a la Tigercopper
31.7.2008 | 12:34
2 stórir bollar sykur
250gr smjörlíki
6 góðar teskeiðar ger (ekki sléttfulla en ekki alveg kúfaðar)
2 egg
2dl mjólk
vanilludropar.
(svo er hægt eftir smekk að bæta ef vill 1 tesk af kanil og 1 tesk negul út í til að krydda aðeins upp bragðið)
Best að láta smjörlíkið linast á eldhúsborðinu yfir nótt. Þurrefnum blandað saman í fat - eggjum og mjólk blandað saman og þeytt létt og smjörlíki í restina - síðan er blauta látið í fatið hjá þurrdótinu og allt saman hnoðað í höndunum.
Skipt í góðar kúlur og hver kúla fyrir sig flatt út með kefli. Deigið penslað útflatt með mjólk og kanelsykri stráð yfir allt. Þá er að rúlla því upp og svo skorið í góða snúða. Snúðunum ýtt ofaní kanelsykurinn og svo á ofnplötu. Bakast á 175-180c hita í stutta stund eða þar til þeir eru fallega ljósbrúnir. Láta þá kólna en síðan í plastpoka ofan í dúnk (haldast dúnmjúkir þannig).
Þessir snúðar eru í boði Tigercopper

Bakstur | Breytt 22.8.2009 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kókosbolluís
31.7.2008 | 12:30
Mjög fljótlegt fyrir ca 4.
1 peli rjómi
4 kókosbollur
súkkulaðikurl
Rjóminn er þeyttur og kókosbollur stappaðar saman við.
Súkkulaðikurli bætt við, sett í form og fryst.
Góður með ávöxtum eða heitri súkkulaðisósu
Kókosbollueftirréttur
31.7.2008 | 12:26
Brytjið niður ávexti, ferska eða úr dós.
Setjið í eldfast mót, 4-6 kókosbollur smurðar yfir.
Bakið í ofni við 200°C þar til kremið er ljósbrúnt.
Berið fram með þeyttum rjóma eða ís
Eftirréttir | Breytt 22.8.2009 kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pottréttur
30.7.2008 | 21:05
600-800 gr nautalundir, einnig er mjög gott að nota folalda eða lambalundir.
200 gr sveppir
2 stk laukar
2 dl. rjómi
2 dl. sýrður rjómi
smjörlíki
smjör
2 msk sinnep
salt og pipar
Laukurinn og sveppirnir sneiddir niður og brúnaðir uppúr smjöri í potti.
Sýrða rjómanum og sinnepinu er hellt yfir og hrært og rjómanum síðan bætt við. Bragðbætt með salti og pipar og látið malla.
Kjötið skorið í ræmur og snöggsteikt í smjörlíki við háan hita þannig að það sé ljósrautt (ca medium) að innan.
Kryddað með salti og pipar og hrært saman við sósuna og borið þannig fram.
Gott meðlæti er kartöflustappa, rauðkál eða rauðrófur, sýrðar gúrkur og snittubrauð.
Eplakökur dverganna
30.7.2008 | 16:25
1½ dl sykur
2½ dl hveiti
2 tsk lyftiduft
4 msk olía
4 msk mjólk
½ tsk vanilludropar
kanilsykur
eplabútur
Hitið ofninn í 200°C.
Afhýðið og brytjið eplin.
Brjótið eggin í skál, bætið sykrinum saman við og þeytið.
Bætið mjólk og olíu saman við og hrærið saman.
Mælið og sigtið þurrefnin. Hrærið vel saman.
Setjið deigið með tveimur skeiðum í muffinsform og raðið á bökunarplötu.
Setjið eplabita í hverja köku og stráið kanilsykri yfir.
Bakið í miðjum ofni í 10 mínútur.
Mjólkurhristingur með berjum
30.7.2008 | 16:14
2 dl vanilluís
2 dl léttmjólk
4 msk skyr
2 dl jarðarber/bláber
Mælið berin í skál og merjið þau með gaffli.
Mælið ísinn og skyrið og blandið saman við berjamaukið.
Mælið mjólkina og hellið henni saman við.
Þeytið með rafmagnshandþeytara þar til allt hefur blandast vel saman og mjólkurhristingurinn freyðir.
Hellið í glös og drekkið strax
Beyglupizza
30.7.2008 | 16:11
Beyglur
heimagerð pizzusósa
ostur
skinka
pepperóní
paprika
sveppir
ólífur
Heimagerða pizzusósan:
2 msk tómatmauk
2 msk mjólk
½ tsk basil
¼ tsk rósmarín
¼ tsk hvítlauksduft.
1. kveikið á ofninum og stillið á 200°C
2. Þvoið grænmetið og skerið niður
3. Smyrjið pizzusósu á beygluna
4. Skerið niður ost og setjið á beygluna
5. Notið grænmetið og gerið andlit á beygluna
6. Bakið beygluna í 5-10 mínútur
Pizzasósa
30.7.2008 | 16:08
2 msk mjólk
½ tsk basil
¼ tsk rósmarín
¼ tsk hvítlauksduft.
Hræra öllu vel saman og málið er dautt

Sósur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sólgrjónabrauð
30.7.2008 | 16:06
3 dl hveiti
1 tsk púðursykur
2 tsk þurrger
1 msk sesamfræ
¼ tsk salt
1 msk matarolía
1 dl heitt vatn
1 dl mjólk
1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C
2. Mælið hveiti, haframjöl, þurrger, púðursykur, sesamfræ og salt og setjið í skál
3. Mælið heitt vatn úr krananum ásamt mjólk og olíu og setjið í könnu
4. Hellið vökvanum í skálina og hrærið vel saman
5. Látið deigið lyfta sér a volgum stað í 10-15 mínútur
6. Hnoðið deigið varlega saman
7. Mótið brauð og penslið með vatni. Gott er að strá sesamfræjum yfir brauðið.
8. Bakið brauðið í 10-15 mínútur.
Krakkaeldhúsið | Breytt 22.8.2009 kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fléttubrauð
30.7.2008 | 16:02
1½ dl heilhveiti
1 dl hveiti
1½ tsk þurrger
¼ tsk salt
1 tsk sykur
1½ dl volgt vatn
¼ dl matarolía
1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C
2. Mælið þurrefnin í skál
3. Mælið vatn og olíu og hrærið vel saman
4. Látið deigið hefast í 10-15 mínútur
5. Hnoðið deigið vel saman og skiptið í tvennt.
6. Rúllið deiginu í lengju og skiptið því í 3 jafna hluta
7. Rúllið hvern hluta í lengju og fléttið lengjurnar svo saman. Penslið brauðið með vatni.
Bakið brauðið í 10-15 mínútur.
Krakkaeldhúsið | Breytt 22.8.2009 kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)