Banoffie "Danger" Pie
19.6.2011 | 16:15
Uppskriftin miðast við magnið eins og ég notaði í hana:
1 dós Sweetened condensed milk (Fæst td í Kosti og verslunum með asískum vörum, ég fékk mína í pólskri verslun. Spyrjið bara um sæta mjólk í dós ;)
DÓSINA ÞARF AÐ SJÓÐA DEGINUM ÁÐUR !! (Sjá myndir að neðan)
1 pk Digestives kex 400 gr.
ca 200 gr brætt smjör
4-5 bananar, fer eftir stærð og smekk hvers og eins :)
½ líter rjómi, þeyttur
súkkulaðispænir.
Mér lá svo á að sjóða mjólkina að ég gleymdi að skella henni með á myndina ;)
Þetta er ætlað í Pie form, en ég á ekki svoleiðis og þar með varð þetta að duga, og gerði það bara með ágætum :)
Það þarf að sjóða mjólkina deginum áður amk.....þú getur gert það viku áður þess vegna, en amk deginum/kvöldinu áður.
Þú sýður vatn í stórum potti, tekur miðann af dósinni og skellir útí og sýður í 2½ klukkutíma.
MJÖG MIKILVÆGT að vatnið hylji dósina alla suðuna !!
Þegar tíminn er kominn þá er bara að hysja hana uppúr og leyfa henni að kólna.....ekki opna hana heita (nema þú viljir gumms útum allt eldhús) Sæta niðursoðna mjólkin er ss orðin að Toffí :)
Hitið ofninn í 180°C. Setjið ca 200 gr af smjöri í pott og bræðið það. Þú getur haft það meira ef þú vilt hafa kexið blautara, en mér fannst þetta ágætis skammtur.
Það verður hver að hafa sinn háttinn á hvernig kexið er mulið, en ég setti það í poka og fékk útrás með kökukeflinu ;) Muna bara að setja þykkt bretti undir til að skemma ekki borðið ;)
Setjið kexmulninginn í skál og blandið bræddu smjörinu saman við.
Sleif virkar örugglega fínt, en ég skellti á mig einnota hönskum og mallaði þetta saman með lúkunum.....vildi pínu finna þannig hvort það væri nógu blautt :)
Setjið kexblönduna í formið og þrýstið aðeins niður til að jafna það.
Það er svo sett í ofninn og bakað í 10 mín.......tekið svo út og leyft að kólna.
Skerið bananana í sneiðar og dreifið þeim á. Ég notaði 5 banana í þetta form....og þegar ég smakkaði hana hefðu þeir alveg mátt vera fleiri hehehe :) En það er bara smekksatriði :)
Þá er komið að toffí dósinni. Ég reyndi fyrst að hræra uppí henni með hníf til að mýkja toffí-ið en fannst það ekki nægilegt, þannig að ég tæmdi dósina í mælikönnu og hrærði uppí því með handþeytara. Þá varð það nægilega mjúkt til að það væri hægt að hella því á bananatrallið.
Dreifið bara pent úr þessu.......það rennur svo út :)
Svo þeytirðu rjómann, verðið bara að meta sjálf hvað þið viljið mikið af honum, en á þessa köku fór alveg hálfur líter ;) Raspa svo súkkulaði yfir eða tilbúinn spæni......skella í kælinn í ca klukkutíma og þá er hún klár :)
Kökuterta
17.6.2011 | 12:59
125 gr smjörlíki
125 gr sykur
5 stk eggjarauður
5 stk stífþeyttar eggjahvítur
100 gr suðursúkkulaði
125 gr möndlur
Rjómi og bananar.
Smjör og sykur hrært vel saman. Rauðunum bætt útí, einni í einu.
Súkkulaðið og möndlurnar brytjað og hrært saman yfir vatnsbaði þar til súkkulaðið er bráðnað, þá er því hrært varlega saman við deigið.
Að lokum er stífþeyttum hvítunum blandað varlega saman við.
Bakað í 2 hringformum við ca 180°C í uþb 15 mín.
Þeyttur bananarjómi settur á milli botnanna og skreytt með rjóma og bananasneiðum.
Kökur og tertur | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geggjuð djúsí "spari" kjúklingasúpa
13.6.2011 | 16:36
6 stk kjúklingabringur, skornar smátt og steiktar á pönnu (eða heill kjúklingur, mikið ódýrara)
3-4 stk rauðar paprikur
1 stk púrrulaukur smátt skorinn
1 stk hvítlaukur smátt skorinn
1 ½ flaska Heinz chillisósa
4 stk grænmetisteningar
4 stk kjúklingatengingar
1 ½ askja rjómaostur (bláu öskjurnar)
14 dl vatn
4 dl mjólk
500 ml matreiðslurjómi
1 tsk paprikuduft
2 stk salt
1 ½ tsk karrý
pipar
- Kjúklingur skorinn smátt, steiktur og lagður til hliðar
- Grænmetið steikt létt
- Allt sett saman í pott og soðið í amk 45 mín
- Því lengur soðið því betra
- Geggjuð daginn eftir
Borið fram með góðu brauði. Þessi uppskrift er fyrir ca 10 manns, ótrúlega góð í veisluna.
Fengið af Föstudags-kjúklingaréttum Áslaugar.
Fróðleikur um jarðarber
26.5.2011 | 14:29
Eins og önnur ber eru jarðarber mjög heilsusamleg. Öll ber jarðar-, blá- og rifsber innihalda efni sem vernda frumur gegn legháls- og brjóstakrabbameini.Jarðarber innihalda "ellagic" sýru, sem rannsóknir hafa sýnt að er mjög öflugt bætiefni þar sem það drepur krabbameinssýktar frumur, en hefur engin áhrif á heilbrigðar frumur.
Efni í jarðarberjum vernda einnig heilann og minnið. Rannsóknir á dýrum sem fengu bláber, jarðarber og spínat daglega sýndu umtalsverðar framfarir í þrautum sem reyndu á skammtímaminnið. Mýs sem fengu grænmeti og ávexti daglega lærðu hraðar en aðar mýs og sýndu umtalsverðar framfarir í hreyfiþroska. Þessi rannsókn var sú fyrsta sem sýndi fram á að ávextir og grænmeti hjálpa til við að draga úr óæskilegri hegðun og bæta taugastarfsemi.
1 bolli af jarðarberjum inniheldur aðeins 50 hitaeiningar og u.þ.b. 3g af trefjum. Jarðarber innihalda kalsium, magnesíum, forsfor og kalíum auk þess sem þau innihalda góðan skammt af C-vítamínum (u.þ.b. 85mg).
Fáðu þér jarðarber reglulega ,það er bráðholt og ótrúlega gott.
Fengið af Facebook síðu Kosts
Fróðleikur um banana
26.5.2011 | 14:28
Bananar innihalda 3-4g af trefjum og 422mg af kalíum, "ekki slæmt". Trefjarnar eru nauðsyðnlegar fyrir meltinguna en kalíum hjálpar m.a. til við að viðhalda heilbrigðri frumustarfsemi, viðhalda jafnvægi á vökva og söltum í líkamanum. Það sem sennilega er þó mikilvægast er að kalíum á þátt í að viðhalda stöðugum hjartslætti. Ef kalíumforðinn í líkamanum fer of langt niður finnur þú fyrir þreytu og slappleika og getur fengið sinadrátt eða vöðvakrampa. Visindamenn hafa haldið fram að kalíum geti dregið úr háum blóðþrýstingi sem m.a. eykur hættu á hjartasjúkdómum.
Bananar eru frábærir fyrir meltinguna og fyrir "góðu" gerlana í meltingarveginum.
Í hverjum banana eru u.þ.b. 100 hitaeiningar en þeir flokkast með meðal-háan sykurstuðul. Sykurstuðullinn segir til um hversu mikil áhrif matvaran hefur á blóðsykurinn.
Innra lagið í hýðinu á bananaum er auðugt af næringarefnum, borðaðu það beint með skeið eða skelltu því í smoothie-drykkinn.
Borðaðu banana á hverjum degi, það er bráðhollt fyrir alla.
Fengið af Facebook síðu Kosts
Fróðleikur um aspas
26.5.2011 | 13:11
Á Indlandi gengur aspas m.a. undir nafninu "shatavari" sem útleggst sem "sú sem á 100 eiginmenn" en áður fyrr var aspas notaður sem frygðarlyf, þó í raun hafi rannsóknir ekki sýnt fram á nein tengsl þar á milli.
Aspas er auðugur af kalím og natríum. Bolli af elduðum aspas inniheldur 404mg af kalíum og 268mcg af fólats. Fólats er mikilvægt B-vítamín sem m.a. vernda taugabrautir og hjálpa til við að draga úr skaðlegum áhrifum "homocysteine" sem er efni í blóðinu. Aspas inniheldur einnig K-vítamín sem er nauðsynlegt fyrir blóðstorknun og sterk bein.
Í bolla af elduðum aspas eru 3.6g af trefjum en aðeins 40 hitaeiningar. Aspas er auðugur af andoxunarefnum. Trefjarnar í aspasinum hjálpa m.a. til við að næra góðu gerlana í meltingarveginum og viðhalda heilbrigðri þarmastarfsemi.
Fengið af Facebook síðu Kosts
Fróðleikur um appelsínur
26.5.2011 | 13:08
Appelsínur eru auðugar af C vítamíni en það er eitt öflugasta andoxunarefni sem til er. Það hjálpar til við að vernda frumur og DNA í líkamanum. Í hverri appelsínu er u.þ.b. 635 mg af c vítamíni. Gert er ráð fyrir að magn c vítamín í líkamanum sé 1.5 g undir venjulegum kringumstæðum. Þörfin eykst við líkamlegt álag og reykingamenn þurfa meira C vítamín.
Líkaminn getur ekki framleitt c vítamín en það er lífsnauðsynlegt fyrir hann. Appelsínur eru gómsætar en því hefur verið haldið fram að ástæðan fyrir því hve sólgin við erum í sætindi liggi í því að þetta sé leið hjá líkamanum til að ná í ýmis næringarefni eins og C vítamín sem eru líka í sætum ávöxtum.
Appelsínur innihalda límonaði en rannsóknir á frumum hafa sýnt að það hjálpar til við baráttuna gegn krabbameini í munni, húð, lungu, brjóstum, maga og ristli. Rannsóknir sem enn eru á frumstigi sýna að límonaði getur hjálpað til við að lækka kólestról(blóðfitu)
Appelsínur innihalda m.a. kalíum sem hjálpar til við að lækka hækkaðan blóðþrýsting og kalsíum (kalk). Kalk er það steinefni sem mest er af í líkamanum. Kalk er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi taugakerfisins, samdráttarhæfni vöðva, stjórnun hjartsláttar, sendingu rafboða, storknun blóðs og eðlilegan blóðþrýsting.
En er þá ekki nóg að fá sér bara appelsínusafa. Svarið er nei. Appelsínusafi er að stærstum hluta sykur og vatn og lítið af næringarefnunum sem eru í ávöxtnum skila sér yfir í glasið. Svo ertu að drekka hlutfallslega mikið meiri sykur en þú myndir fá úr appelsínunni sjálfri. Það er lítið mál að drekka 2 glös af appelsínusafa en þú myndir aldrei borða 10 appelsínur í einu. Gerðu safan heldur sjálfur, þannig ertu að fá meira af næringarefnunum og trefjunum sem tapast oftast í framleiðsluferlinu á appelsínsafa í fernum.
Fengið af Facebook síðu Kosts
Góð ráð frá Mömmu | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fróðleikur um epli
26.5.2011 | 13:05
Ef þú borðar epli á hverjum dagi eru 32% minni líkur á að þú fáir hjártaáfall. Auk þess dregur það úr hættu á krabbameini, hjartasjúkdómum, asma, og sykursýki. Rannsóknir hafa bent til að hætta á lungnakrabbameini minnkar um allt að 50%.
Epli innihalda öflugt andoxunarefni sem hjálpar til að viðhalda heilbrigðum líkama og halda sjúkdómum í skefjum. Rannsóknir hafa meira að segja sýnt að regluleg neysla á eplum hjálpar þér við að losna við aukakílóin.
Þú færð trefjar úr eplum m.a. pektín sem eru leysanlegar trefjar sem geta m.a. dregið úr of háu colistroli(blóðfitu) og hjálpað til við að koma jafnvægi á blóðsykurinn.
Þegar þú borðar epli eða býrð til epladjús ættir þú ekki að gleyma hýðinu. Í hýðinu eru öflug andoxunarefni sem ma.a. geta hamla vexti krabbameinsfrumna.
En er þá ekki nóg að drekka epladjús? Nei því miður, epladjús úr fernu inniheldur ekki nema brotabrot af öllum þeim frábæru næringarefnum sem eru í eplum. Heimatilbúinn safi er allt annað mál, en úr honum færðu meira af því sem er í eplunum, bara muna eftir að láta híðið fylgjameð í safapressuna.
Það er ekki spurning: Epli á dag heldur lækninum í burtu.
Unnið uppúr bókinni: The 150 Helthiest Foods on Earth e: Jonny Bowdner
Fengið af Facebook síðu Kosts
Góð ráð frá Mömmu | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fróðleikur um lauk
26.5.2011 | 13:04
Laukur er bæði góður í mat og góður fyrir heilsuna. Laukur inniheldur andoxunarefni, sýkla- og veiruvörn sem er frábært fyrir ónæmiskerfið og getur m.a. hjálpað til við að meðhöndla sjúkdóma og ofnæmi.
Rannsóknir hafa sýnt að regluleg neysla á lauk minnkar líkur á krabbameini. sérstaklega magakrabbamein. Með því að borða lauk (hvítlauk, skarlottlaukur, graslauk og lauk) minnka líkur á ristilkrabbameini og krabbameini í vélinda. A.m.k. 2 rannsóknir hafa sýnt að laukur byggir upp sterkari bein.
Laukurinn inniheldur nokkur brennisteinssambönd en það er mjög heilsusamlegt þrátt fyrir að það kosti oft tár við matseldina.
Í einni rannsókn sem var gerð voru nokkrar tegundir af mat valið saman og fólk láti neyta þessara tegunda daglega í ákv. tíma. Dánartíðni vegan kransæðasjúkdóma minkaði um 20% hjá fólki í rannsókninni. Laukur var hluti af þessari rannsókn, en einnig var það brokkolí ,te og epli sem fólkið fékk.
Laukur líkt og hvítlaukur inniheldur efnasambönd sem geta minkað blóðfitu og lækkað hækkaðan blóðþrýsting.
Þeim mun bragðsterkari sem laukurinn er þeim mun betri er virkinin.
Fengið af Facebook síðu Kosts
Góð ráð frá Mömmu | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aprikósu kjúlli
26.5.2011 | 13:00
1 flaska French dressing Classic
safi af 1/2 dós apríkósu
Fljótandi Frönsk lauksúpa ca 200ml
eða 1 pakki af franskri lauksúpu (Knorr) þá þarf að bæta smá vatni.
ca 1 kíló kjúklingabitar.
Blanda saman french dressing, apríkósusafa og lauksúpu.
Raða kjúklingum í form, og hella vökvanum yfir..
Elda í rúman kl. tíma við 200° passa að kjúklingur sé gegnumeldaður.
Bera fram með hrísgrjónum apríkósunum og etv smábrauði.
Fengið af Facebook síðu Kosts
Kjúklingur | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)