Grísakótilettur með sveppum og hnetum
30.8.2009 | 13:03
Fyrir 4
4 stórar grísakótilettur með góðri fiturönd
Smjör
500 g ferskir sveppir
50 g heslihnetur
Salt og pipar
Meðlæti: Grænt salat og nýtt brauð
Skerið tvær rákir í fituröndina og setjið kótiletturnar upp á rönd á heita pönnu. Brúnið kantana þar til þeir eru orðnir stökkir. Steikið því næst kótiletturnar í eigin feiti við lágan hita. Steikingartími fer eftir þykkt sneiðanna. Þumalputtaregla er að 3 cm þykk kótiletta steikist í fjórar mínútur á hvorri hlið.
Kryddið með nýmöluðum pipar. Saltið ekki fyrr en eftir steikingu. Látið kótiletturnar standa smá stund áður en þær eru bornar fram.
Sveppir og hnetur: Tilvalið er að nota villta sveppi ef árstíminn er réttur. Hreinsið sveppina og þurrkið. Skerið niður í meðalsneiðar, steikið í smjöri og kryddið með salti og pipar. Dreifið þeim yfir kótiletturnar. Grófsaxið hneturnar og steikið örsnöggt í smjöri. Dreifið þeim yfir sveppina og kótiletturnar.
4 stórar grísakótilettur með góðri fiturönd
Smjör
500 g ferskir sveppir
50 g heslihnetur
Salt og pipar
Meðlæti: Grænt salat og nýtt brauð
Skerið tvær rákir í fituröndina og setjið kótiletturnar upp á rönd á heita pönnu. Brúnið kantana þar til þeir eru orðnir stökkir. Steikið því næst kótiletturnar í eigin feiti við lágan hita. Steikingartími fer eftir þykkt sneiðanna. Þumalputtaregla er að 3 cm þykk kótiletta steikist í fjórar mínútur á hvorri hlið.
Kryddið með nýmöluðum pipar. Saltið ekki fyrr en eftir steikingu. Látið kótiletturnar standa smá stund áður en þær eru bornar fram.
Sveppir og hnetur: Tilvalið er að nota villta sveppi ef árstíminn er réttur. Hreinsið sveppina og þurrkið. Skerið niður í meðalsneiðar, steikið í smjöri og kryddið með salti og pipar. Dreifið þeim yfir kótiletturnar. Grófsaxið hneturnar og steikið örsnöggt í smjöri. Dreifið þeim yfir sveppina og kótiletturnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.