Hreindýrabuff m/ rauðkáli og gráðostasósu.
22.8.2009 | 14:46
600 gr hreindýrakjöt hakkað
3 sneiðar af hvítu brauði
½ - 1 dl mjólk
1 stórt egg
¼ tsk blóðberg
¼ tsk múskat
1 tsk kryddpiparkorn (allrahanda)
2 msk sojaolía
salt og pipar
Sósa
3 skalotlaukar, fínsaxaðir
50 gr sveppir að eigin vali
1 dl rjómi
2 dl hreindýrasósa (soð)
2 msk steinselja
salt og hvítur pipar
100 gr gráðostur´
2 msk madeira (má sleppa)
Skerið brauðið í bita og látið það liggja í mjólkinni í um 10 mín. Blandið því síðan saman við hreindýrahakkið ásamt eggi og kryddi. Látið kjötblönduna bíða í kæli í 10 - 15 mín, og mótið síðan úr henni fjögur buff. Hitið olíuna á pönnu og steikið buffin, Kryddið þau með salti og pipar. Takið buffin af pönnunni og haldið þeim heitum meðan sósan er búin til.
Brúnið skalotlaukinn á pönnunni. Bætið sveppunum við og steikið þá einnig. Hellið rjómanum út í ásamt hreindýrasósunni. Sjóðið þetta stundarkorn og kryddið með steinselju, salti og pipar. Bætið loks gráðaostinum við og látið hann bráðna saman við sósuna. Setjið buffin í sósuna, hellið á þau víninu og látið þetta sjóða í 3 - 4 mín.
3 sneiðar af hvítu brauði
½ - 1 dl mjólk
1 stórt egg
¼ tsk blóðberg
¼ tsk múskat
1 tsk kryddpiparkorn (allrahanda)
2 msk sojaolía
salt og pipar
Sósa
3 skalotlaukar, fínsaxaðir
50 gr sveppir að eigin vali
1 dl rjómi
2 dl hreindýrasósa (soð)
2 msk steinselja
salt og hvítur pipar
100 gr gráðostur´
2 msk madeira (má sleppa)
Skerið brauðið í bita og látið það liggja í mjólkinni í um 10 mín. Blandið því síðan saman við hreindýrahakkið ásamt eggi og kryddi. Látið kjötblönduna bíða í kæli í 10 - 15 mín, og mótið síðan úr henni fjögur buff. Hitið olíuna á pönnu og steikið buffin, Kryddið þau með salti og pipar. Takið buffin af pönnunni og haldið þeim heitum meðan sósan er búin til.
Brúnið skalotlaukinn á pönnunni. Bætið sveppunum við og steikið þá einnig. Hellið rjómanum út í ásamt hreindýrasósunni. Sjóðið þetta stundarkorn og kryddið með steinselju, salti og pipar. Bætið loks gráðaostinum við og látið hann bráðna saman við sósuna. Setjið buffin í sósuna, hellið á þau víninu og látið þetta sjóða í 3 - 4 mín.
Flokkur: Hreindýrakjöt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.