Ítalskar frikadellur

500 gr svínahakk,
2 franskbrauðsneiðar,
1/2 dl kjötsoð,
2 msk parmesan ostur,
1 tsk rosmarin,
2 msk söxuð steinselja,
1 hvítlauksgeiri, salt og pipar.
1 egg.

Brauðið bleytt í kjötsoðinu, öllu síðan hrært vel saman og steikt.

sósa á bollurnar:
1/2 ds ns tómatar, 2 gulrætur, 1 laukur, 3 sellerí stilkar, 1-2 hvítlauksrif, salt,pipar og basilika.Smá vatn ef þarf.

Grænmetið skorið smátt og allt sett í pott og látið malla við hægan hita í ca 30 mín.
Kryddað að lokum.

Hrísgrjón,salat og brauð berist fram með.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband