Hrísgrjónaréttur með gráðaosti

1 brauð fléttubrauð, franskbrauð eða gróft kúlubrauð
150 g ósoðin hrísgrjón
125 g gráðaostur
3 stk. egg
1/2 dl matreiðslurjómi 15%
30-40 g ananaskurl
1 tsk. dijon sinnep
1/2 tsk. paprikuduft
1 msk. steinselja
1 msk. graslaukur

Saxið graslauk og steinselju. Sjóðið hrísgrjónin í vatni í u.þ.b. 12 mín. Grjónin eiga ekki að vera fullsoð in og því þarf að sigta frá vatn sem þau hafa ekki drukkið í sig. Skerið lok ofan af brauðinu og holið það að innan. Setjið hrísgrjónin á botninn, rífið gráðaostinn niður og setjið yfir hrísgrjónin. Þeytið eggin og rjómann saman og setjið allt annað sem í réttinn á að fara saman við og hellið yfir ostinn og hrísgrjónin. Bakið við 180°C í u.þ.b. 30 mín. og berið fram heitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband