pinnar úr tortillakökum og salsa.

í matvinnsluvél:
1 rauð og 1 græn paprika,
10 cm af púrrulauk eða 3 vorlaukar,
smá biti af ferskum chili (ég bætti því við,en var ekki í upphaflegri uppskrift) held ég hafi notað ca 3 cm af ávextinum)

saxað frekar smátt í matvinnsluvél og sett í sigti og látið renna mesta vökvann af, (óþarfi samt að vinda þetta alveg samt)
þessu er blandað saman við stofuheitan rjómaost, heila 400gramma öskju.

smurt á trotillakökur, (mitt dugði á 2 pakka af minni gerðinni, held það hafi verið 6 í pakka, semsagt gerir 2 "brauðtertur" úr þessu.

þrýstir vel saman og geymir í kæli í nokkra tíma (ég geymdi það yfir nott) þá storknar rjómaosturinn vel og auðvelt er að skera í litla bita.

svo er þetta skorið niður í munnbitastærð og tannstönglum stungið í hvern pita.

borið fram með salsasósu í skál við hliðina, fólk dýfir sjálft í hana, og jafnvel guacamole eða sýrðum, ég var bara með salsa og þetta var mjög vinsælt og kláraðist upp til agna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband