Bjórkartöflur með beikon og lauk

1 kg kartöflur
250 ml ljós bjór
50 g beikonbitar, skornir í bita (má sleppa)
1 laukur
rósmarín, ferskt
jómfrúrólífuolía
salt og pipar


Sjóðið kartöflur í tíu mínútur, skolið vatn frá og kælið. Saxið lauk og mýkið á pönnu í ólífuolíu ásmt söxuðum rósmarínlaufum og beikonbitu. Sneiðið niður kartöflur og leggið, leggið ofan á beikon- laukblöndu á pönnu, smakkið til með salti og pipar og látið taka í sig bragð skamma stund. Hellið því næst bjórnum saman við og látið malla undir loki í ca. 15 mín. Færið kartöflur í eldfast smjörsmurt mót og bakið í ofni í nokkrar mínútur. Berið fram undir eins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband