Djöflaegg
3.8.2008 | 11:24
Hriiiikalega góð egg, hægt að gera þau sem forrétt eða sem meðlæti
Best er að undirbúa þau með fyrirvara og geyma þau í kæli fram að framreiðslu.
10 harðsoðin egg
2 msk majónes
2 msk Dijon sinnep
salt og sítrónupipar (dass af hvoru)
Fersk steinselja
kavíar
Skerið eggin í tvennt (þvert á þau)
Taktu rauðuna innan úr og settu í skál. Hvítan er vel hreinsuð og sett í kæli.
Bættu majónesi, sinnepinu, salti og pipar við rauðurnar, og blandaðu í mixer (eða með töfrasprota). Settu svo í kælinn líka.
Þegar kemur að framreiðslu skal taka þetta úr kælinum, hvíturnar eru settar á fat (skerðu pínulítið neðan af þeim til að búa til stall svo þær geti staðið), settu maukið í rjómasprautupoka og sprautaðu ofan í hvíturnar.
Settu svo pínu kavíar og örlítið lauf af steinselju til að skreyta
Flokkur: Pinnamatur | Breytt 22.8.2009 kl. 12:50 | Facebook
Athugasemdir
Halló Fullur
Ég get ekki sagt að ég hafi eldað allar þær uppskriftir sem eru hér, en slatta af þeim. Og ég tek til greina þetta með myndirnar, var einmitt að setja inn mynd í gær á eina tertuuppskriftina
Næst þegar ég bý til Djöflaegg eða eitthvað annað af þessu, þá skal ég skutla inn mynd
Takk fyrir hrósið kall, og njóttu vel
Kv. Mamma
Mamma, 3.8.2008 kl. 15:48
Sæl
Ég er að spá í eitt. Á ekki að skera eggin langsum frekar en þversum (mér finnst það hljóta að vera líkara bátalagi).....
......vil vera viss áður en ég prófa
Bergþóra Jónsdóttir, 3.8.2008 kl. 21:55
Sæl Bergþóra
Ég hef skorið þau þversum, þannig að ég sé með 2 stutta helminga, en ekki 2 aflanga (þetta kemur ferlega asnalega út á prenti hahaha)
Prófaðu bara á báða vegu og notaðu þá aðferð sem þér finnst henta þér betur, þau bragðast alveg örugglega eins
Kv. Mamma
Mamma, 3.8.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.