Rækjubátar

5 egg
2 msk smjör
50 gr sveppir, smátt saxaðir
4 msk hveiti
1½ dl kaffirjómi
3 msk saxaður graslaukur
150 gr rækjur, saxaðar
¼ tsk salt eða jurtasalt
hvítur pipar af hnífsoddi
½ dl mjólk
3½ dl rasp
5 dl djúpsteikingarolía, td sólblómaolía

Harðsjóðið 4 egg, kælið þau og kljúfið í tvennt (eins og báta)

Bræðið smjörið í potti og mýkið sveppina í því.  Stráið 2 matskeiðum af hveitinu yfir og hrærið í 2 mínútur yfir lágum hita.  Bætið rjómanum smátt og smátt út í ásamt graslauknum, rækjunum og kryddinu.  Látið sósuna krauma við frekar lágan hita þar til hún hefur þykknað.  Kælið sósuna.

Fjarlægið eggjarauðurnar úr eggjabátunum, stappið þær og blandið saman við sósuna.  Fyllið eggjabátana með rækjumaukinu og þrýstið vel á svo það loði vel við eggið.  Setjið hráa eggið, sem eftir er, í skál og þeytið mjólkina saman við.  Setjið það, sem eftir er af hveitinu, í skál og raspið í aðra skál.

Veltið eggjabátunum fyrst uppúr hveitinu, síðan eggjablöndunni og að lokum raspinu.  hitið djúpsteikingarolíuna vel og steikið eggjabátana í u.þ.b. 3 mínútur eða þar til þeir eru gullbrúnir að lit.

Berist fram heitt Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband