Gúllaspottur

600 gr nauta/folalda/lambagúllas (bara hvað þér þykir best)
matarolía til steikingar
1 laukur
10 góðir sveppir
1 msk smjör
1 rauð paprika
1 krukka bolognes sósa
2 dósir Hunt's tómatar með hvítlauk og basilikum
1 dós tómatpúrra
1 teningur Knorr nautakjötskraftur
1 dl matreiðslurjómi

1. Saxið laukinn.  Steikið kjötið og laukinn í olíunni á pönnu.
2. Setjið kjötið í góðann pott.  Hreinsið pönnuna, skerið sveppina í sneiðar og steikið uppúr smjörinu.  Bætið steiktu sveppunum í pottinn.
3. Látið bolognes sósuna, Hunt's tómatana og tómatpúrru útí.  Látið suðu koma hægt upp.
4. Sjóðið vatn.  Leysið kjötkraftinn upp í örlitlu vatni og bætið útí.
5. Látið malla í 30-40 mínútur.
6. Skerið niður paprikuna.  Bætið útí pottinn ásamt rjómanum.  Látið malla í nokkrar mínútur í viðbót.

Gúllasið er best að bera fram með bankabyggi, hvítlauksbrauði og góðu grænu salati.
Athugið að byggið tekur hátt í klukkutíma í suðu, svo það er tilvalið að byrja á því að setja það upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband