Quiche með lauk og sveppum
28.2.2008 | 19:54
Botn
3 dl hveiti
120 gr smjör
2 msk mjólk
1 eggjarauða
Fylling
3 sneiðar beikon
2 stk laukur
200 gr sveppir
150 gr rifinn ostur
3 stk egg
2 dl rjómi
50 gr smjör
salt og pipar
Setjið hveitið á borð og myljið smjörið saman við, bætið eggjarauðu og mjólk saman við og hnoðið deigið þangað til það verður þjált. Pakkið því inn í plastfilmu og geymið í kæli um 60 mín. Fletjið deigið síðan út og setjið í bökunarform, þrýstið vel upp að köntunum, pikkið í botninn með gaffli, leggið smurða örk af álpappír yfir og bakið í 10-15 mín við 200°C. Takið álpappírinn af þegar búið er að baka. Saxið laukinn og sveppina og skerið beikonið í bita og steikið allt saman á pönnu og hellið yfir botninn. Hrærið saman rjóma, eggjum og rifna ostinum saman í skál og kryddið með salti og pipar. Hellið yfir botninn og bakið við 180°C í 35-40 mín. Berið fram volgt með salati.
3 dl hveiti
120 gr smjör
2 msk mjólk
1 eggjarauða
Fylling
3 sneiðar beikon
2 stk laukur
200 gr sveppir
150 gr rifinn ostur
3 stk egg
2 dl rjómi
50 gr smjör
salt og pipar
Setjið hveitið á borð og myljið smjörið saman við, bætið eggjarauðu og mjólk saman við og hnoðið deigið þangað til það verður þjált. Pakkið því inn í plastfilmu og geymið í kæli um 60 mín. Fletjið deigið síðan út og setjið í bökunarform, þrýstið vel upp að köntunum, pikkið í botninn með gaffli, leggið smurða örk af álpappír yfir og bakið í 10-15 mín við 200°C. Takið álpappírinn af þegar búið er að baka. Saxið laukinn og sveppina og skerið beikonið í bita og steikið allt saman á pönnu og hellið yfir botninn. Hrærið saman rjóma, eggjum og rifna ostinum saman í skál og kryddið með salti og pipar. Hellið yfir botninn og bakið við 180°C í 35-40 mín. Berið fram volgt með salati.
Meginflokkur: Ýmsir réttir | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Þetta líst mér vel á ætla að prufa þetta :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 8.3.2008 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.