Hvít Lobes cobes
27.2.2008 | 20:33
4 laukar
1 ½ kg kartöflur
lárviðarlauf
heill pipar og salt
Kjötið eða kjötafgangarnir eru skornir í litla bita (1 ½ cm). Kjötbitarnir eru látnir út í sjóðandi vatn og suðunni hleypt upp á þeim. Síðan eru þeir skolaðir vandlega í köldu vatni. Kjötið er sett yfir til suðu í vatni svo fljóti yfir kjötið. Soðið með söxuðum lauk og hráum katröflum, sem eru skornar í litla bita, og kryddpoka með lárviðarlaufum, heilum pipar og salti, sem látið er ofan á kjötið. Þétt lok sett ofan á pottinn og soðið í 1- 1½ tíma, eða þar til kartöflurnar eru mauksoðnar, þá er öllu blandað saman. Framreitt með köldum smjörkúlum eða smurðu rúgbrauði. Það má einnig nota soðna, nýja eða saltaða afganga í lobes cobes. Kjötið er skorið í litla bita og blandað út í kartöflurnar, þegar þær eru mauksoðnar.
Meginflokkur: Nautakjöt | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.