Karabískur engifer-kalkúnn
27.2.2008 | 12:43
1 kg kalkúnabringa, skinnlaus
¼ bolli sojasósa
¼ bolli þurrt sherrí
2 msk apríkósumarmelaði
½ tsk engifer
½ bolli vatn
¼ bolli púðursykur
2 msk grænmetisolía
2 tsk sítrónusafi
1 hvítlauksrif, saxað
¼ bolli sojasósa
¼ bolli þurrt sherrí
2 msk apríkósumarmelaði
½ tsk engifer
½ bolli vatn
¼ bolli púðursykur
2 msk grænmetisolía
2 tsk sítrónusafi
1 hvítlauksrif, saxað
Takið skinnið af kalkúnabringunum, farið varlega við það. Skerið kjötið í þrjá jafna hluta.
Blandið saman vatni, sojasósu, sykri, sherríi, olíu, marmelaði, sítrónusafa, engifer og hvítlauk í plastpoka, blandið vel svo púðursykurinn leysist upp. Komið pokanum fyrir í skál og setjið kalkúninn ofan í og passið að hann sé hulinn marineringunni.
Marinerið í 4-6 klukkustundir eða yfir nótt.
Takið kjötið úr leginum og geymið löginn til hliðar.
Steikið eða grillið kalkúninn í 12-15 mínútur, snúið reglulega við og penslið með marineringunni.
Berið fram með hrísgrjónum og niðurskornum ávöxtum.
Meginflokkur: Ýmsir réttir | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.