Kryddsoðnar kjúklingabringur

400 gr kínversk grænmetisblanda, fryst
100 ml sojasósa
2 msk hunang
2-3 hvítlauksrif, söxuð
1 tsk kínversk fimm krydd-blanda
4 kjúklingabringur, beinlausar og hamflettar
1 msk olía

Látið grænmetið þiðna. Setjið sojasósu, hunang, hvítlauk og fimm krydda-blöndu á pönnu, hrærið vel saman og hitið að suðu.
Setjið kjúklingabringurnar á pönnuna, leggið lok yfir og sjóðið þær við fremur vægan hita í um 4-5 mínútur á hvorri hlið, eftir þykkt; best er að skera í eina bringuna til að athuga hvort þær séu steiktar í gegn.
Hitið á meðan olíuna í wokpönnu eða á stórri pönnu og snöggsteikið grænmetið við háan hita í 2-3 mínútur. Dreifið því á fat og leggið kjúklingabringurnar ofan á, eða skerið þær í sneiðar á ská og raðið ofan á grænmetið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband