Grænmetisbaka

Botn
1 dl haframjöl2 dl hveiti2 msk ólífuolía eða Isio 4
100 gr hreint skyr
2 msk kalt vatn

Blandið saman haframjöli og hveiti, olíu og skýri og bleytið í með vatni ef þarf.
Hrærið vel og hnoðið aðeins
Geymið deigið í ísskáp í að minnsta kosti 30-40 mínútur
Fletjið deigið út í mót, smyrjið með smá ólífuolíu og raðið grænmetinu á
Hellið sósu yfir og bakið í 30 mínútur við 200°C

Grænmeti
2 gulrætur, sneiddar í þunnar sneiðar
½ kúrbítur (zucchini), skorinn í búta
7 sveppir, sneiddir
½ eggaldin, skorið í smáar sneiðar
½ blaðlaukur, sneiddur í þunnar sneiðar

Einnig má skipta einhverju af ofantöldu grænmeti út og hafa rauða eða appelsínugula papriku, tómata, blómkál, lauk og spergilkál o.fl í staðinn.
Steikið grænmetið upp úr vatni og kryddið.

Sósa
2 egg
2½ mjólk
4 dl magur ostur (11%), 2 dl í sósuna, 2 dl yfir bökuna

Aðferð:
- Þeytið saman egg og mjólk
- Rífið ostinn og blandið 2 dl saman við
- Dreifið afganginum af ostinum yfir bökuna og setjið inn í ofn.- Gott er að hafa sósu með t.d. úr AB mjólk. Einfalt er að búa hana til: Blandið saman 2 dl AB mjólk, salti, pipar, hvítlauksrifi eða hvítlauksdufti, paprikudufti og kannski einhverju öðru góðu kryddi (t.d. Krakkakryddi frá Pottagöldrum).
- Berið fram með soðnum bygggrjónum eða hýðishrísgrjónum og fersku salati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband