Líbanskar kjötbollur
27.2.2008 | 12:27
½ bolli saxaður laukur
3 msk smjör
500 gr hakk
1 egg
2 brauðsneiðar lagðar í ½ bolla af mjólk
1 tsk salt
1/8 tsk pipar
1 bolli brauðmylsna
2 bollar hrein jógúrt
- Steikjið laukinn í 1 msk af smjöri uns hann er glær. Kælið smá.
- Blandið lauknum við hakk, egg, brauð og krydd. Mótið bollur úr blöndunni og veltið upp úr brauðmylsnu.
- Brúnið í 2 msk af smjöri. Hellið allri feitinni af nema 2 msk. Hellið þá jógúrt yfir bollurnar og sjóðið í 20 mínútur.
- Berið fram heitar með hrísgrjónum.
3 msk smjör
500 gr hakk
1 egg
2 brauðsneiðar lagðar í ½ bolla af mjólk
1 tsk salt
1/8 tsk pipar
1 bolli brauðmylsna
2 bollar hrein jógúrt
- Steikjið laukinn í 1 msk af smjöri uns hann er glær. Kælið smá.
- Blandið lauknum við hakk, egg, brauð og krydd. Mótið bollur úr blöndunni og veltið upp úr brauðmylsnu.
- Brúnið í 2 msk af smjöri. Hellið allri feitinni af nema 2 msk. Hellið þá jógúrt yfir bollurnar og sjóðið í 20 mínútur.
- Berið fram heitar með hrísgrjónum.
Meginflokkur: Hakkréttir | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.