Í matinn var þetta helst :o)
26.2.2008 | 19:35
Ef maður er bara ekki sprunginn !! Eldaði kjúklingabringur (var með danskar bringur úr Bónus) og þvílíkt lostæti !!
Uppskriftina getið þið séð hérna
Setti season all, Herbamare jurtasalt og smá laukduft í olíu og velti bringunum uppúr því. Hélt mig svo við uppskriftina að mestu leyti........NEMA ég bætti við heilum rauðlauk í sneiðum, og fullt af kartöflum, skornum í skífur.
Notaði pela af matvinnslurjóma og heila flösku (gúlp) af Honey Hickory BBQ sósu.....jésús pétur hvað þetta var gott !!! Var svo með blandað kál (kínakál, kirsuberjatómata og gúrkur) með og hvítlauksbrauðið í frystinum !! Það gleymdist sko
Þetta var mjög vinsælt við borðið hér......afkvæmin mjög hrifin
Verði ykkur að góðu
Kv. Mamma
Uppskriftina getið þið séð hérna
Setti season all, Herbamare jurtasalt og smá laukduft í olíu og velti bringunum uppúr því. Hélt mig svo við uppskriftina að mestu leyti........NEMA ég bætti við heilum rauðlauk í sneiðum, og fullt af kartöflum, skornum í skífur.
Notaði pela af matvinnslurjóma og heila flösku (gúlp) af Honey Hickory BBQ sósu.....jésús pétur hvað þetta var gott !!! Var svo með blandað kál (kínakál, kirsuberjatómata og gúrkur) með og hvítlauksbrauðið í frystinum !! Það gleymdist sko
Þetta var mjög vinsælt við borðið hér......afkvæmin mjög hrifin
Verði ykkur að góðu
Kv. Mamma
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Líst vel á þetta hjá þér og ég ætla að óska eftir að gerast bloggvinur þinn til að geta kíkt sem oftast á ´siðuna þína :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.2.2008 kl. 21:07
Takk fyrir það Guðborg
Vertu velkomin hvenær sem er
Kv. Mamma Matarbiti
Mamma, 26.2.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.