Parmaskinku og laxavefjur með graslaukssmjöri

4x175 gr af bein- og roðlausum laxi
8 sneiðar Parmaskinka frá Fiorucci 
450 gr aspas
40 gr smjör
1 msk brytjaður graslaukur eða steinselja
1 tsk fínt saxaður sítrónubörkur
4 tsk ólífuolía
Salt og pipar
Byrjið á að hita ofnin í 180°C.

 

Skolið laxinn og þerrið með eldhúspappír. Leggið hverja laxasneið ofan á eina parmaskinkusneið.

 

Blandið graslauknum eða steinseljunni og sítrónubörknum saman við smjörið. Smyrjið síðan hverja laxasneið með smjörblöndunni. Saltið og piprið eftir smekk og rúllið síðan sneiðunum upp. Vefjið síðan annari Parmaskinusneið utan um hverja laxa og Parmaskinkuvefju.

 

Setjið vefjurnar í eldfast mót og hellið 2 tsk af ólífuolíu yfir. Setjið mótið í ofninn og bakið í 20-25 mínútur, þar til laxinn er bakaður.

 

Hitið steikarpönnu um það bil 10 mínútum áður en laxinn er tilbúinn. Penslið aspasinn með ólífuolíunni sem eftir er og steikið á pönnu í 8 mínútur, athugið að snúa aspasnum oft. Berið síðan parmaskinku og laxavefjurnar fram með aspasinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband