Fróðleikur um jarðarber
26.5.2011 | 14:29
Eins og önnur ber eru jarðarber mjög heilsusamleg. Öll ber jarðar-, blá- og rifsber innihalda efni sem vernda frumur gegn legháls- og brjóstakrabbameini.Jarðarber innihalda "ellagic" sýru, sem rannsóknir hafa sýnt að er mjög öflugt bætiefni þar sem það drepur krabbameinssýktar frumur, en hefur engin áhrif á heilbrigðar frumur.
Efni í jarðarberjum vernda einnig heilann og minnið. Rannsóknir á dýrum sem fengu bláber, jarðarber og spínat daglega sýndu umtalsverðar framfarir í þrautum sem reyndu á skammtímaminnið. Mýs sem fengu grænmeti og ávexti daglega lærðu hraðar en aðar mýs og sýndu umtalsverðar framfarir í hreyfiþroska. Þessi rannsókn var sú fyrsta sem sýndi fram á að ávextir og grænmeti hjálpa til við að draga úr óæskilegri hegðun og bæta taugastarfsemi.
1 bolli af jarðarberjum inniheldur aðeins 50 hitaeiningar og u.þ.b. 3g af trefjum. Jarðarber innihalda kalsium, magnesíum, forsfor og kalíum auk þess sem þau innihalda góðan skammt af C-vítamínum (u.þ.b. 85mg).
Fáðu þér jarðarber reglulega ,það er bráðholt og ótrúlega gott.
Fengið af Facebook síðu Kosts
Flokkur: Góð ráð frá Mömmu | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.