Hafrakex

  • 400 gr haframjöl
  • 300 gr hveiti
  • 200 gr sykur
  • 1-1½ tsk lyftiduft
  • 1-1½ tsk hjartarsalt
  • 250 gr smjörlíki (lint)
  • mjólk eftir þörfum

Öllu blandað saman og hnoðað.  Mjólk bætt í eftir þörfum en þó skal passa að setja ekki of mikla mjólk svo deigið verði ekki of blautt.
Fletjið frekar þunnt út og skerið undan glasi.
Kökurnar pikkaðar með gaffli, settar með hæfilegu bili á smurða bökunarplötu og bakaðar við 200°C í ca 10 mínútur.

Sérlega gott nýbakað með smjöri Smile

Verði ykkur að góðu Smile



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband