Svínabógur með gráfíkjufyllingu
30.8.2009 | 13:04
Fyrir 6
2 kg úrbeinaður svínabógur
7 dl vatn
2 epli
Fyllingin:
200 g þurrkaðar gráfíkjur
100 g ostur (Búri)
2 stk. nýjar perur
1 1/2 dl brauðrasp
2 egg
salt og pipar
Sósa:
2 dl rjómi
6 dl soð úr skúffunni
1 stk. svínateningur
1 tsk. dijon sinnep
sósujafnari
sósulitur
Jafnið fyllingunni yfir kjötið, rúllið því upp og bindið saman með sláturgarni. Hitið ofninn í 200°. Vigtið rúlluna og reiknið með 30 mín. steikingartíma á hvert kíló. Leggið rúlluna með pöruna niður í ofnskúffu. Hellið vatni í skúffuna og bætið í grófsöxuðum eplum. Steikið í 30 mín. Færið kjötið upp á grind með pöruna upp. Stráið salti yfir og steikið áfram við 200° í 30 mín. Lækkið síðan hitann í 175° og steikið áfram í klukkutíma. Takið kjötið úr ofninum og látið standa undir þurru stykki í nokkrar mín. Berið fram með smjörsteiktum kartöflum, steiktu grænmeti og rauðkáli.
Fyllingin
Skerið stöngulinn af fíkjunum, saxið þær fínt og setjið í skál ásamt rifnum osti og smátt söxuðum perum (með hýði). Bætið brauðraspinu saman við ásamt salti og pipar. Að lokum fer eggið út í. Blandið vel saman.
Sósan:
Sigtið soðið úr skúffunni í pott, fleytið fituna ofan af og sjóðið niður um 1/4. Þykkið með sósujafnara. Bætið í rjóma og bragðbætið með dijon sinnepi.
Meðlæti:
18-24 stk. kartöflur, soðnar. 400-600 g af litfögru grænmeti, t.d.: fennikku, kúrbít, sykurbaunum, papriku, sveppum, spergilkáli. Ólífuolía til steikingar.
Skerið grænmetið gróft og steikið á pönnu í örlítilli olíu. Kryddið með salti og pipar og gufusteikið í nokkrar mín. Snöggsteikið soðnar kartöflur í smjöri.
2 kg úrbeinaður svínabógur
7 dl vatn
2 epli
Fyllingin:
200 g þurrkaðar gráfíkjur
100 g ostur (Búri)
2 stk. nýjar perur
1 1/2 dl brauðrasp
2 egg
salt og pipar
Sósa:
2 dl rjómi
6 dl soð úr skúffunni
1 stk. svínateningur
1 tsk. dijon sinnep
sósujafnari
sósulitur
Jafnið fyllingunni yfir kjötið, rúllið því upp og bindið saman með sláturgarni. Hitið ofninn í 200°. Vigtið rúlluna og reiknið með 30 mín. steikingartíma á hvert kíló. Leggið rúlluna með pöruna niður í ofnskúffu. Hellið vatni í skúffuna og bætið í grófsöxuðum eplum. Steikið í 30 mín. Færið kjötið upp á grind með pöruna upp. Stráið salti yfir og steikið áfram við 200° í 30 mín. Lækkið síðan hitann í 175° og steikið áfram í klukkutíma. Takið kjötið úr ofninum og látið standa undir þurru stykki í nokkrar mín. Berið fram með smjörsteiktum kartöflum, steiktu grænmeti og rauðkáli.
Fyllingin
Skerið stöngulinn af fíkjunum, saxið þær fínt og setjið í skál ásamt rifnum osti og smátt söxuðum perum (með hýði). Bætið brauðraspinu saman við ásamt salti og pipar. Að lokum fer eggið út í. Blandið vel saman.
Sósan:
Sigtið soðið úr skúffunni í pott, fleytið fituna ofan af og sjóðið niður um 1/4. Þykkið með sósujafnara. Bætið í rjóma og bragðbætið með dijon sinnepi.
Meðlæti:
18-24 stk. kartöflur, soðnar. 400-600 g af litfögru grænmeti, t.d.: fennikku, kúrbít, sykurbaunum, papriku, sveppum, spergilkáli. Ólífuolía til steikingar.
Skerið grænmetið gróft og steikið á pönnu í örlítilli olíu. Kryddið með salti og pipar og gufusteikið í nokkrar mín. Snöggsteikið soðnar kartöflur í smjöri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.