Dönsk “flæskesteg”
30.8.2009 | 13:03
1 ½ kg svínahryggur
3 tsk. gróft salt
5 dl vatn
2 msk. ferskt rósmarín eða 1-2 tsk. Þurrkað
1. Skerið rendur þvers í puruna með beittum hnífi. Skerið niður að kjöti með um það bil ½ cm millibili.
2. Stráið grófu salti í sárið.
3. Leggið svínahrygginn á grind á bökunarplötu. Hellið sjóðandi vatni yfir og setjið rósmarín í vatnið til að fá gott bragð af sósunni. Það má nota fleiri kryddjurtir, t.d. steinselju, timjan, basil eða eitthvert annað gott krydd. Stingið svínahryggnum inn í 200°C heitan ofn og látið hann steikjast í um það bil 1 ½ klukkustund eða eftir stærð hans. Gott er að nota kjöthitamæli og þegar hann sýnir 70°C er kjötið tilbúið. Ef puran er ekki nægilega stökk má auka hitann upp í 250°C eða setja undir grillið í smástund.
4. Látið kjötið hvíla í 15-20 mínútur áður en það er skorið. Þá eykst hitinn í kjötinu upp í 75°C og það verður safaríkt og gott.
5. Berið kjötið fram með soðnum eða sykurbrúnuðum kartöflum, sveppum, steiktum eplabátum, rauðkáli og soðsósu.
ATH! Oft er hægt að biðja kjötkaupmanninn að skera út puruna og gera hrygginn tilbúinn til eldunar og það er um að gera að nýta sér það.
3 tsk. gróft salt
5 dl vatn
2 msk. ferskt rósmarín eða 1-2 tsk. Þurrkað
1. Skerið rendur þvers í puruna með beittum hnífi. Skerið niður að kjöti með um það bil ½ cm millibili.
2. Stráið grófu salti í sárið.
3. Leggið svínahrygginn á grind á bökunarplötu. Hellið sjóðandi vatni yfir og setjið rósmarín í vatnið til að fá gott bragð af sósunni. Það má nota fleiri kryddjurtir, t.d. steinselju, timjan, basil eða eitthvert annað gott krydd. Stingið svínahryggnum inn í 200°C heitan ofn og látið hann steikjast í um það bil 1 ½ klukkustund eða eftir stærð hans. Gott er að nota kjöthitamæli og þegar hann sýnir 70°C er kjötið tilbúið. Ef puran er ekki nægilega stökk má auka hitann upp í 250°C eða setja undir grillið í smástund.
4. Látið kjötið hvíla í 15-20 mínútur áður en það er skorið. Þá eykst hitinn í kjötinu upp í 75°C og það verður safaríkt og gott.
5. Berið kjötið fram með soðnum eða sykurbrúnuðum kartöflum, sveppum, steiktum eplabátum, rauðkáli og soðsósu.
ATH! Oft er hægt að biðja kjötkaupmanninn að skera út puruna og gera hrygginn tilbúinn til eldunar og það er um að gera að nýta sér það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.