Heit mexíkósk brauðterta

1 rúllutertubrauð
300 gr kjúklingur
3 egg, harðsoðin
1 rauð paprika
1 lítil aspasdós
1 laukur
lítil dós rjómasmurostur
1 dós sýrður rjómi
3 msk mexíkósk ostasósa
4 msk salsasósa
2 litlar tortillakökur
tortillaflögur
rifinn ostur

Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið.  Hitið rjómaostinn örlítið, hrærið honum síðan saman við sýrða rjómann, salsasósuna og ostasósuna.  Takið örlítið frá af sósunni.
Brytjið eggin, laukinn, paprikuna og aspasinn smátt og setjið útí sósuna ásamt kjúklingnum.
Smyrjið þessu á brauðtertubotninn.
Setjið tortillukökurnar yfir og rúllið upp.  Smyrjið afgangnum af sósunni og setjið örlitla salsasósu yfir rúlluna.  Stráið muldum tortillaflögum og rifnum osti yfir rúlluna.
Hitið í ofni við 180°C í 10-15 mínútur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband