Cinnabons-kanelsnúðar

Snúðadeig:
235 ml volg mjólk
2 egg (við stofuhita)
75 g bráðið smjörlíki
620 g hveiti
1 tsk salt
100 g sykur
10 g ger

Fylling í snúðana > 220 g púðursykur + 15 g kanill + 75 g smjör

Kremið
85 g rjómaostur
55 g mjúkt smjör
200 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
½ tsk salt

Skella öllu efninu saman í skál og hræra saman, t.d. í hrærivél eða bara í höndunum.
Láta deigið svo hefast 40 mín eða svo. Þá skal skella því á borðið og fletja út í ferning og leyfa því að jafna sig í svona 10 mín.

Til að gera kanilsykurinn á snúðana er best að bræða smjörið, setja það svo í skál með púðursykrinum og kanilnum og hræra vel saman og dreifa svo yfir degið.
Rúlla öllu upp eins og snúðar eru gerðir (!)
Hita ofninn í 200°C og skera snúðana niður. Þetta gerir ca 12 snúða (stóra).(ég gerði 18 og fannst það passlegt, fannst 12 alltof stórir) Skella snúðunum á plötu á bökunarpappír og breiða yfir og leyfa þeim að hefast í 30 mín í viðbót.
baka svo í ca 10-15 mín.
Krem:Best er að bræða alveg smjörið og mýkja rjómaostinn samanvið og setja svo flórsykurinn, vanilludropana og saltið útí og hræra vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband