Pastasósa (fyrir villibráð)
22.8.2009 | 14:49
Pasta og villibráð er öndvegismatur. Finna má marga slíka öndvegisrétti frá Norður Ítalíu. Hér kemur uppskrift af pastasósu sem er frábær, bragðgóð og mettandi. Kosturinn við þessa uppskrift er að pastasósuna má auðveldlega frysta og nota eftir hendinni.
Það sem þarf er:
3 gulir laukar, fínt saxaðir
2 hvítlauksrif, fínt söxuð
200 gr sellerírót, rifin með rifjárni
ólífuolía
1 kg hreindýrahakk
1 ds niðursoðnir tómatar
1 dl tómatkraftur (puré)
2 dl rauðvín
2 dl vatn
2 gulrætur, rifnar með rifjárni
1 teningur eða 1 msk villibráðarkraftur
2 lárviðarlauf
½ tsk kanill
5 einiber
salt og pipar
1.Laukur og sellerí er steikt í matarolíu. Bætið hreindýrahakkinu við og steikið.
2.Þegar búið er að steikja hreindýrahakkið eru tómatar, tómatkraftur, vín, vatn og rifnu gulræturnar settar í pottinn. Látið suðuna koma upp. Bætið því næst í pottinn villibráðarkrafti, muldum lárviðarlaufum og einiberjum.
3.Látið réttinn sjóða í 60 mín. Kryddið því næst með kanil, salti og pipar. Látið malla í 15 mín. til viðbótar. Ef sósan verður of þykk má bæta vatni í pottinn.
Með þessum rétti hafið þið það pasta sem þið viljið.
Það sem þarf er:
3 gulir laukar, fínt saxaðir
2 hvítlauksrif, fínt söxuð
200 gr sellerírót, rifin með rifjárni
ólífuolía
1 kg hreindýrahakk
1 ds niðursoðnir tómatar
1 dl tómatkraftur (puré)
2 dl rauðvín
2 dl vatn
2 gulrætur, rifnar með rifjárni
1 teningur eða 1 msk villibráðarkraftur
2 lárviðarlauf
½ tsk kanill
5 einiber
salt og pipar
1.Laukur og sellerí er steikt í matarolíu. Bætið hreindýrahakkinu við og steikið.
2.Þegar búið er að steikja hreindýrahakkið eru tómatar, tómatkraftur, vín, vatn og rifnu gulræturnar settar í pottinn. Látið suðuna koma upp. Bætið því næst í pottinn villibráðarkrafti, muldum lárviðarlaufum og einiberjum.
3.Látið réttinn sjóða í 60 mín. Kryddið því næst með kanil, salti og pipar. Látið malla í 15 mín. til viðbótar. Ef sósan verður of þykk má bæta vatni í pottinn.
Með þessum rétti hafið þið það pasta sem þið viljið.
Meginflokkur: Sósur | Aukaflokkar: Hreindýrakjöt, Pastaréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.